Þrír ferðamenn enn á gjörgæslu

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson

Þrír eru enn á gjörgæslu eftir rútuslys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt norðan við Fagurhólsmýri, í gær. Sá fjórði er nú á bráðalegudeild, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landspítalanum. 

Fjórir einstaklingar voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar um kvöldmatarleytið í gær til Landspítala í Fossvogi eftir slysið. Um var að ræða rútu sem 33 voru í er slysið varð, en farþeg­arn­ir 32 voru all­ir kín­versk­ir ferðamenn. 

„Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum, nema hvað þrír einstaklingar til viðbótar við þessa fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi, en voru útskrifaðir samdægurs. Hnökralaust samstarf var við alla viðbragðsaðila í gær og ber að þakka fyrir það. 

Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins. Upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni um. Af því tilefni var leitað aðstoðar hjá sjúkrahúsum í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala til að skapa rýmd hér í borginni. Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert