Nýtt nýtingarform vatnsfalla í eigu ríkis og sveitarfélaga til raforkuframleiðslu, sem byggist á regluverki Evrópusambandsins, mun mögulega hafa í för með sér að bjóða þurfi út þar til gerða nýtingarsamninga þegar samningstíma þeirra lýkur, jafnt til opinberra sem einkarekinna aðila.
Í úttekt Morgunblaðsins í dag kemur fram að stjórnvöld hafi fengið þau boð árið 2016 frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að þeim bæri að krefjast þess með lögum að greitt væri markaðsverð fyrir nýtingarrétt á náttúruauðlindum í almannaeigu sem nýttar væru til raforkuframleiðslu.
Þá höfðaði framkvæmdastjórn ESB samningsbrotamál gegn átta aðildarríkjum sambandsins í vor, þar sem þau höfðu ekki farið í opin útboð á nýtingarrétti vatnsfalla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.