Ekki koma með mysing og skyr

Sardínur eru sælgæti.
Sardínur eru sælgæti. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Nokkur dæmi eru um að við öryggisleit í Leifsstöð séu farþegar stöðvaðir með matvæli í handfarangri á borð við skyr, mysing og sardínur.

Matur er ekki bannaður nema hann falli innan takmarkana varðandi vökva, gel, smyrsl og úðaefni. Allt sem hægt er að smyrja, mauka og hella er bannað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þannig er mysingur skilgreindur sem maukkennt efni sem hægt er að smyrja. Isavia hefur ekki haldið til haga hve miklu af þessum matvælum er hent í öryggisleitinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert