Hægri- og vinstriöfgar vinni að sama marki

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mun róttæka vinstrið láta draum hægri öfgamanna rætast?“ spyr Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í pistli á Facebook. Þar segir hann bæði öfgahægrihópa og róttæka vinstrihópa sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana.

Pistilinn skrifar Baldur í tilefni Eurovision, en þar segir hann íhaldssama öfgahópa í löndum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér varðandi boðskap keppninnar, og að róttækir vinstrisinnar kalli ákaft eftir sniðgöngu á Eurovision vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum.

Tyrklandi hafi dregið sig úr keppni vegna boðskaps um samvinnu og fjölbreytileika, háværar raddir verið uppi í Rússlandi um að hætta þátttöku og stofna aðra keppni Eurovision til höfuðs, pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji „einhvern hommatitt“ til að vera fulltrúi landsins og velji þá því sjálf og íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnist að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið.

Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir.

Baldur segir að öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður boðskap keppninnar og að róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef ríkin hefðu sniðgengið keppnina.

Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir.“

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert