Rýmingaráætlun í vinnslu

Reykmökkinn frá eldsvoðanum hjá Hringrás 2004 lagði yfir nálæg fjölbýlishús. …
Reykmökkinn frá eldsvoðanum hjá Hringrás 2004 lagði yfir nálæg fjölbýlishús. Húsin voru rýmd og íbúarnir fluttir í neyðarathvarf. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Við þurfum vonandi sjaldan að beita rýmingaráætlun og helst aldrei. Það sem getur látið á þetta reyna er sennilega atburður sem okkur dettur ekki í hug að geti orðið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.

Drög að rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið voru kynnt á fundi borgarráðs Reykjavíkur í fyrradag.

„Rýmingaráætlun hefur þann tilgang að forða fólki á höfuðborgarsvæðinu úr varhugaverðum aðstæðum og flytja það á milli borgar- og bæjarhluta eða hverfa ef aðstæður krefjast. Áætlunin er í drögum og mun fá frekari umfjöllun í haust,“ segir í bréfi almannavarnanefndar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Viðar að stórir eldsvoðar kæmu fyrst upp í hugann varðandi rýmingar, eins og Hringrásarbruninn 2004 þegar rýma þurfti fjölbýlishús í nágrenninu. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig hraun og ekki öll mjög gömul. Ekki er hægt að útiloka eldgos og það að hraun fari aftur að renna á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert