Drög að rýmingaráætlun komin vegna Öræfajökuls

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stóðu í gær ásamt lögreglustjórunum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum að ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þeirra, sem haldin var á Hótel Selfossi.

Þar var farið ítarlega yfir þá náttúruvá sem steðjar að sveitarfélögum á Suðurlandi og hvernig almannavarnir á svæðinu eru skipulagðar.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að ráðstefnan hafi verið einkar vel heppnuð og til marks um hið góða og mikla samstarf sem sveitarfélögin á Suðurlandi hafi með sér í almannavörnum.

Matthildur flutti á ráðstefnunni erindi um þær ógnir sem steðja að suðaustanverðu landinu og nefnir hún þar Öræfajökul, Bárðarbungu og Grímsvötn sem helstu hættusvæðin og þar af hræði möguleikinn á eldgosi í Öræfajökli mest, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert