Skíðamaður var fluttur slasaður frá Siglufirði yfir til Akureyrar með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Viðkomandi var á skíðum á skíðasvæðinu. Sjúkrabíll tók við hinum slasaða á Akureyri og ók honum á sjúkrahús.
Svo vildi til að þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd á Akureyri þegar tilkynning barst um óhappið á Siglufirði. Ekki liggur fyrir hvers konar óhapp var um að ræða.
Skíðasvæðinu í Skarðsdal í Siglufirði hefur verið lokað fyrir sumarið. Hinn slasaði kann því að hafa verið á gönguskíðum. Ljóst er að hann var ekki í almennu skíðabrekkunni.