Breski skútusiglingakappinn Andrew Bedwell kom að landi í Neskaupstað í gærkvöldi, eftir að hafa verið á siglingu frá Liverpool síðustu fimm daga.
Hann tjáði tíðindamanni Morgunblaðsins að siglingin hefði gengið vonum framar, vindur verið lítill og því hefðu seglin ekki mikið verið notuð.
Því varð Bedwell að fara í Neskaupstað að sækja sér meira eldsneyti en eins og kom fram í blaðinu í gær hyggst hann sigla í kringum Ísland og aftur heim, til að safna fé fyrir fjárvana skóla dóttur sinnar.