Var umsóknin dregin til baka?

AFP

Hef­ur um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sem af­hent var sam­band­inu af þáver­andi rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs sum­arið 2009, verið dreg­in til baka eða er hún enn í fullu gildi? Sam­kvæmt skýrslu sem ut­an­rík­is­ráðuneytið sendi frá sér í apríl á síðasta ári, um fram­kvæmd EES-samn­ings­ins, hef­ur ein­ung­is verið gert hlé á um­sókn­ar­ferl­inu. Þá hef­ur ít­rekað komið fram bæði í máli tals­manna Evr­ópu­sam­bands­ins og gögn­um frá stofn­un­um þess að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið hafi ekki verið form­lega dreg­in til baka.

For­saga máls­ins er sú að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs sótti um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sum­arið 2009 þó ljóst væri að flokk­arn­ir væru ósam­mála um að rétt væri að ganga í sam­bandið. Málið reynd­ist einkum VG erfitt og kostaði flokk­inn meðal ann­ars nokkra þing­menn á kjör­tíma­bil­inu sem stjórn­in sat en því lauk 2013. Rík­is­stjórn­in gerði loks hlé á um­sókn­ar­ferl­inu í byrj­un þess árs í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna þá um vorið.

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir þegar þau voru í …
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir þegar þau voru í for­svari fyr­ir rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son

Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins sem tók við eft­ir kosn­ing­arn­ar 2013, gerði til­raun til þess að draga um­sókn­ina til baka á Alþingi á fyrri hluta árs 2014 en féll síðan frá þeim áform­um. Til stóð að gera aðra til­raun til þess ári síðar en þess í stað var tek­in ákvörðun í rík­is­stjórn­inni um að senda bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins þess efn­is að ís­lensk stjórn­völd hefðu eng­in áform um að Ísland gengi í sam­bandið og litu því svo á að ekki bæri leng­ur að líta á landið sem um­sókn­ar­ríki.

Hef­ur ekki verið form­lega dreg­in til baka

Full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa hins veg­ar aldrei tekið und­ir það að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið hafi verið dreg­in til baka. Þvert á móti hafa þeir sagt það ekki hafa verið gert form­lega. Þetta hef­ur einnig komið fram í gögn­um á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins á und­an­förn­um árum. Þannig lýsti til að mynda Maja Kocij­ancic, þáver­andi talsmaður stækk­un­ar­stjóra fram­kvæmda­stjórn­ar sam­bands­ins, þessu yfir á blaðamanna­fundi sem fram fór í Brus­sel í mars 2015.

„Rík­is­stjórn Íslands hef­ur ekki með form­leg­um hætti dregið til baka [um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið]. Hún hef­ur frestað viðræðum um tvö ár. Ef ákveðið verður við lok þessa tveggja ára tíma­bils að draga til baka um­sókn­ina verða þeir að senda ósk um það til ráðherr­aráðsins sem tæki viðeig­andi ákvörðun,“ sagði Kocij­ancic spurð um þýðingu bréfs rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Með skír­skot­un til tveggja ára tíma­bils í svari Kocij­ancic má ætla að hún hafi með því verið að vísa í það sem eft­ir var af því kjör­tíma­bili sem þá stóð yfir. Kocij­ancic var spurð hvort gert hefði verið hlé á um­sókn­ar­ferl­inu að mati Evr­ópu­sam­bands­ins eða hvort ferl­inu hefði verið hætt og hefja þyrfti það frá grunni ef til þess kæmi. Sagði Kocij­ancic ein­ung­is hlé hafa verið gert sem fyrr seg­ir.

Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra þegar umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið …
Össur Skarp­héðins­son var ut­an­rík­is­ráðherra þegar um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið var af­hent sam­band­inu sum­arið 2009. AFP

Þessi sama afstaða kom fram í máli Marga­rit­is Schinas, tals­manns Jean-Clau­des Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í sam­tali við fjöl­miðla í mars 2015 í kjöl­far bréfs rík­is­stjórn­ar Íslands til sam­bands­ins þar sem hann sagði meðal ann­ars: „Þegar staðan varð erfið vildi Ísland inn­göngu [í Evr­ópu­sam­bandið], núna vilja þeir gera hlé, það er í lagi.“

Hliðstæð um­mæli lét Matt­hi­as Brinkmann, þáver­andi sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, falla í viðtali við Morg­un­blaðið í nóv­em­ber 2015 þar sem hann sagði að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið væri mögu­lega enn fyr­ir hendi. Óvíst væri hvort hún væri fall­in úr gildi og því hugs­an­legt að ný rík­is­stjórn gæti hafið um­sókn­ar­ferlið á ný þar sem frá var horfið.

Morg­un­blaðið ræddi enn­frem­ur við ónafn­greind­an emb­ætt­is­mann hjá Evr­ópu­sam­band­inu í des­em­ber sama ár sem sagði líkt og Kocij­ancic að Íslend­ing­ar hafðu lagt fram form­lega um­sókn um inn­göngu en eng­in form­leg beiðni hefði hins veg­ar borist frá Íslandi um aft­ur­köll­un henn­ar. Um­sókn­in hefði því ekki verið dreg­in til baka, en Evr­ópu­sam­bandið tæki ein­ung­is af­stöðu til form­legra er­inda.

Um­sókn­ar­ríki ekki það sama og um­sókn­ar­ríki

Hafa þarf í huga í þessu sam­bandi hvernig um­sókn­ar­ferlið að Evr­ópu­sam­band­inu virk­ar. Ríki sem send­ir inn um­sókn um inn­göngu í sam­bandið er skil­greint sem „app­licant coun­try“. Samþykki ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins um­sókn­ina verður ríkið „candi­da­te coun­try“. Ekki hef­ur verið gerður grein­ar­mun­ur á þess­um tveim­ur stig­um ferl­is­ins hér á landi og í báðum til­fell­um rætt um um­sókn­ar­ríki.

Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra í núverandi ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins …
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son er ut­an­rík­is­ráðherra í nú­ver­andi rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins. Stefna stjórn­ar­inn­ar er að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan ESB. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fram kem­ur þannig til dæm­is í upp­lýs­inga­riti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um um­sókn­ar­ferlið að um­sókn­ar­ríkið (e. app­licant) sendi um­sókn sína til rík­is­ins sem fer með for­sætið í ráðherr­aráði sam­bands­ins. Fram­kvæmda­stjórn­in geri síðan frum­at­hug­un á um­sókn­ar­rík­inu og sendi niður­stöðu sína til ráðherr­aráðsins. Í ljósi álits fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar ákveði ráðherr­aráðið hvort líta eigi á um­sókn­ar­ríkið (e. app­licant) sem um­sókn­ar­ríki (e. candi­da­te coun­try). Ráðherr­aráðið geti einnig sett ákveðin skil­yrði sem þurfi að upp­fylla áður en aðild­ar­viðræður geti haf­ist.

Bréfið sem þáver­andi rík­is­stjórn sendi til Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2015 sagði að ekki bæri að líta leng­ur á Ísland sem „candi­da­te coun­try“ og var landið í kjöl­farið tekið af lista sam­bands­ins yfir slík ríki á vefsíðu þess. Miðað við um­sókn­ar­ferli Evr­ópu­sam­bands­ins er hins veg­ar ljóst að um­sókn rík­is get­ur verið í fullu gildi þó það sé ekki „candi­da­te coun­try“. Viðkom­andi ríki er þá „app­licant“.

„Þrátt fyr­ir að rík­is­stjórn­in hafi ekki form­lega dregið um­sókn­ina [um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið] til baka tók for­sæti ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins mið af bréf­inu og ákveðnar hag­nýt­ar aðlag­an­ir hafa verið gerðar bæði inn­an ráðsins og fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Til sam­ræm­is við það lít­ur sam­bandið, eins og sak­ir standa, ekki á Ísland sem um­sókn­ar­ríki (candi­da­te coun­try),“ seg­ir á upp­lýs­inga­vefsíðu þings Evr­ópu­sam­bands­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið, Sviss og norður­slóðir.

Hef­ur ekki „orðið var við þá túlk­un“ hjá ESB

Hvergi á vefsíðum Evr­ópu­sam­bands­ins, eða í öðru út­gefnu efni á veg­um þess, er tekið und­ir það sjón­ar­mið að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið hafi verið dreg­in til baka. Í kjöl­far bréfs rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2015 var Ísland tekið út af list­um yfir „candi­da­te countries“ á vefsíðum Evr­ópu­sam­bands­ins sam­kvæmt ósk ís­lenskra stjórn­valda. Ísland er þrátt fyr­ir það enn nefnt til sög­unn­ar á vefsíðum sam­bands­ins um stækk­un­ar­mál þess með beinni til­vitn­un í bréf rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að ekki bæri að líta á Ísland sem „candi­da­te coun­try“.

Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins …
Gunn­ar Bragi Sveins­son var ut­an­rík­is­ráðherra í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins þegar bréf var sent til ESB þess efn­is að ekki bæri leng­ur að líta á Íslands sem um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vak­in var at­hygli á mál­inu á Alþingi í umræðum um skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um ut­an­rík­is- og alþjóðamál 30. apríl þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, benti á að í skýrslu fyr­ir Evr­ópuráðið (ekki tengt Evr­ópu­sam­band­inu) í janú­ar kæmi fram að Evr­ópu­sam­bandið liti ekki svo á að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið hefði verið form­lega dreg­in til baka. Spurði hann ut­an­rík­is­ráðherra hvort ekki væri ástæða til þess að koma skýr­ari skila­boðum til Evr­ópu­sam­bands­ins og taka af all­an vafa um að um­sókn­in hefði verið dreg­in til baka fyrst ekki hefði bet­ur tek­ist til í fyrstu til­raun.

„Ég veit ekk­ert um þetta,“ svaraði Guðlaug­ur Þór en bætti því við að Ísland væri hins veg­ar ekki á leið inn í Evr­ópu­sam­bandið und­ir hans for­ystu. Það væri ráðamönn­um í Brus­sel vel kunn­ugt um. Sagðist hann auk­in­held­ur ekki hafa „orðið var við þá túlk­un hjá Evr­ópu­sam­band­inu“ að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið hefði ekki verið form­lega dreg­in til baka. Ítrekaði hann enn­frem­ur að hann hefði ekki verið ut­an­rík­is­ráðherra þegar gengið hefði verið frá mál­inu á sín­um tíma.

Seg­ir „al­gert hlé“ hafa verið gert á viðræðunum

Líkt og fram kem­ur í upp­hafi þess­ar­ar um­fjöll­un­ar er tekið und­ir það í skýrslu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um EES-samn­ing­inn, sem kom út í apríl á síðasta ári, að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hafi ekki verið dreg­in til baka held­ur aðeins verið gert hlé á viðræðunum við sam­bandið (sem eru hluti af um­sókn­ar­ferl­inu og hefjast ekki fyrr en ríki hef­ur verið samþykkt sem „candi­da­te coun­try“).

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, spurði Guðlaug Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra um stöðu um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í ESB. Ljós­mynd/​Miðflokk­ur­inn

„Tveim­ur árum síðar [eft­ir að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins tók við völd­um vorið 2013] kunn­gerði rík­is­stjórn­in ESB að gert hefði verið al­gert hlé á viðræðunum og væri ekki litið svo á að Ísland væri um­sókn­ar­ríki,” seg­ir í um­ræddri skýrslu ráðuneyt­is­ins um fram­kvæmd EES-samn­ings­ins sem Guðlaug­ur Þór rit­ar for­mál­ann að.

Málið var einnig rætt á Alþingi 8. maí 2018 þar sem Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins sem var ut­an­rík­is­ráðherra þegar títt­nefnt bréf var sent til Evr­ópu­sam­bands­ins 2015, spurði ráðherr­ann hvað „al­gert hlé“ væri. Guðlaug­ur svaraði: „Hvað varðar orðalag í skýrsl­um geri ég ráð fyr­ir að þetta sé tekið upp í takti við það orðalag sem var til staðar þegar menn gengu frá þessu. Ég var ekki þar í embætti ut­an­rík­is­ráðherra.“

Miðað við það sem hér hef­ur verið rakið er ljóst að um sam­dóma álit Evr­ópu­sam­bands­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Íslands er að ræða þess efn­is að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið, sem send var til for­ystu­manna þess af þáver­andi rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna sum­arið 2009, hafi ekki verið dreg­in form­lega til baka held­ur hafi ein­ung­is verið gert hlé á um­sókn­ar­ferl­inu. Enn­frem­ur að það er staðföst og margít­rekuð afstaða Evr­ópu­sam­bands­ins að um­sókn­in sé enn til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert