Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í útsendingu keppninnar í gærkvöldi. Frá þessu er sagt á vef ísraelska miðilsins Haaretz.
Framkvæmdastjórn keppninnar mun ræða „afleiðingar þessarar aðgerðar,“ segir í yfirlýsingu, að því er fram kemur í ofannefndri frétt Haaretz.
Í samtali við mbl.is í gærkvöld sagðist Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ekki vita hvort atvikið myndi hafa einhverjar afleiðingar.