Til greina komi að kæra brot Ásmundar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/​Hari

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn.

Þetta kom fram í Silfrinu í morgun, en heitar umræður mynduðust um meint brot Þórhildar Sunnu, þingmanns Pírata, á siðareglum Alþingis, og skoraði Páll Magnússon, þingmaður Pírata, á Þórhildi Sunnu að kæra málið til lögreglu.

Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur Alþingis með um­mæl­um um Ásmund og end­ur­greiðslur sem hann naut frá Alþingi á grund­velli skrán­inga í akst­urs­dag­bók hans. Sagði hún rökstuddan grun fyrir því að hann hafi dregið að sér almannafé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert