Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019.
Alls verða endurnýjaðir um 2,1 kílómetrar af gangstéttum og öðrum gönguleiðum. Verkefnin eru að hluta til unnin í samstarfi við Veitur ohf. vegna endurnýjunar á lagnakerfum.
Um er að ræða verkefni á eftirfarandi stöðum:
Reykjavíkurvegur að austan milli Þorragötu og Fossagötu, Reykjavíkurvegur 29-31, Skothúsvegur að norðan á móts við Hljómskálann, Hofsvallagata að vestan milli Sólvallagötu og Túngötu, Reykjavegur að austan milli Engjateigs og Laugateigs, Reykjavegur að austan á móts við Laugardalsvöll, Nóatún beggja vegna götu milli Laugavegar og Hátúns, Esjugrund 42-50.
Ennfremur verða endurnýjaðir stígar í einbýlishúsahverfi í Árbæ frá Heiðarbæ að lóð Árbæjarkirkju og stígur milli Völvufells 14 og 42 (samsíða Völvufelli að austan). Loks Suðurgata að austanverðu frá Sturlugötu að Melatorgi. sisi@mbl.is