Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

Frá fundi EES-ráðsins í Brussel í dag. Christan Leffler, starfandi …
Frá fundi EES-ráðsins í Brussel í dag. Christan Leffler, starfandi frkvstj. utanríkisþjónustu ESB, Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Stefan-Radu Oprea, viðskipta- og nýsköpunarráðherra Rúmeníu, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra und­ir­strikaði sam­eig­in­leg­an skiln­ing á upp­töku þriðja orkupakk­ans á fundi EES-ráðsins í Brus­sel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir.

Á fund­in­um fögnuðu ut­an­rík­is­ráðherr­ar Íslands, Nor­egs og Liechten­stein og full­trú­ar ESB 25 ára af­mæli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Fram kem­ur í frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins að fund­ur EES-ráðsins í Brus­sel í dag var fyrri fund­ur ráðsins af tveim­ur á þessu ári en ráðið er skipað ut­an­rík­is­ráðherr­um EES EFTA-ríkj­anna og full­trú­um fram­kvæmda­stjórn­ar og ráðherr­aráðs ESB.

Á fund­in­um lýsti Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hve mik­il­vægt EES-sam­starfið hefði reynst EES EFTA-ríkj­un­um á þeim ald­ar­fjórðungi sem liðinn væri frá gildis­töku samn­ings­ins. Um leið lagði hann áherslu á að standa vörð um tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins, grund­vallar­for­sendu sam­starfs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka