Fjórir ráðherrar með 169 nefndir og ráð

Ráðherrar skipa fólk í fjölda nefnda, ráða og starfshópa á …
Ráðherrar skipa fólk í fjölda nefnda, ráða og starfshópa á hverju ári, bæði lögbundnar nefndir og verkefnatengdar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir af ellefu ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafa svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári.

Samtals eru forsætisráðherra, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra með 169 nefndir á sínum snærum. Samanlagður kostnaður við nefndir þessara fjögurra ráðherra á liðnu ári nam um 450 milljónum króna.

Enn eiga sjö ráðherrar eftir að svara fyrirspurninni og heildarkostnaður er því mun hærri, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert