Fjórir ráðherrar með 169 nefndir og ráð

Ráðherrar skipa fólk í fjölda nefnda, ráða og starfshópa á …
Ráðherrar skipa fólk í fjölda nefnda, ráða og starfshópa á hverju ári, bæði lögbundnar nefndir og verkefnatengdar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjór­ir af ell­efu ráðherr­um í rík­is­stjórn Íslands hafa svarað fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, um hve marg­ar nefnd­ir, ráð, starfs­hóp­ar og fag­hóp­ar störfuðu á veg­um hvers ráðuneyt­is og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári.

Sam­tals eru for­sæt­is­ráðherra, sveit­ar­stjórn­ar- og sam­gönguráðherra, fé­lags- og barna­málaráðherra og heil­brigðisráðherra með 169 nefnd­ir á sín­um snær­um. Sam­an­lagður kostnaður við nefnd­ir þess­ara fjög­urra ráðherra á liðnu ári nam um 450 millj­ón­um króna.

Enn eiga sjö ráðherr­ar eft­ir að svara fyr­ir­spurn­inni og heild­ar­kostnaður er því mun hærri, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert