Plast á víð og dreif um urðunarstöð

Rakel stillti sér upp á miðju urðunarsvæðinu og myndbandið sýnir …
Rakel stillti sér upp á miðju urðunarsvæðinu og myndbandið sýnir vel hvernig er umhorfs á svæðinu. Skjáskot/Rakel Steinarsdóttir

Rakel Stein­ars­dótt­ir mynd­listamaður deildi mynd­bandi af urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um á Face­book í gær, þar sem sjá má veru­legt magn af plasti á víð og dreif um urðun­ar­svæðið. Í at­huga­semd­um við færsl­una tjá ýms­ir áhyggj­ur sín­ar af ástand­inu.

Fram­kvæmda­stjóri Sorp­urðunar Vest­ur­lands hf., fyr­ir­tæk­is þess sem hef­ur um­sjón með þessu eina sam­einaða urðun­ar­svæði á Vest­ur­landi og tek­ur við úr­gangi til urðunar frá sveit­ar­fé­lög­um á Vest­fjörðum, seg­ir í sam­tali við mbl.is að plast eigi ekki að vera laust með þess­um hætti. Hún fagn­ar vit­und­ar­vakn­ing­unni sem er að verða þar á.

„Fólk er ekki að flokka sem skyldi,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn, Hrefna Bryn­dís Jóns­dótt­ir. Hún seg­ir að vand­inn liggi ekki síst hjá fyr­ir­tækj­um á svæðinu. „Ég hef alltaf at­vinnu­lífið með í þess­ari umræðu. Umræðan er mik­il á heim­il­um. Hún verður þar til. Það verður vit­und­ar­vakn­ing hjá fólki þegar það fer sjálft að flokka. En það vant­ar upp á það hjá fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir Hrefna Bryn­dís í sam­tali við mbl.is.

Þannig seg­ir Hrefna heim­il­in far­in að átta sig á skaðsemi þess að flokka ekki plast í sund­ur frá al­mennu rusli. Tveggja tunnu kerfi, með al­mennu sorpi og pappa, sé komið víðast en enn sé vinna eft­ir þegar kem­ur að því að koma upp þriggja tunnu kerfi á Vest­ur­landi, þar sem plast sé einnig greint að.

Hrefna bend­ir á að þætt­irn­ir Hvað höf­um við gert á RÚV hafi vakið fólk til um­hugs­un­ar og að það sé að skila sér í vit­und­ar­vakn­ingu. „Hins veg­ar þarf að vekja at­vinnu­lífið, fyr­ir­tæk­in, til um­hugs­un­ar. At­vinnu­lífið virðist ekki vera að flokka sem skyldi, til dæm­is kem­ur enn mikið plast með í sorpi frá fisk­vinnsl­um,“ seg­ir Hrefna.

Þegar plast kem­ur með al­menna rusl­inu inn á urðun­ar­stöðvar sem þessa í Fífl­holti á Mýr­um er nokkuð erfitt að eiga við plastið. Hrefna seg­ir að yf­ir­leitt séu menn í því að tína plast á svæðinu en það sé það sem fýk­ur mest. Sá úr­gang­ur sé tek­inn. „Það er hluti af starf­sem­inni að hindra fok á þess­um efn­um,“ seg­ir hún.

„Svona lít­ur bara starf­semi urðun­ar­stöðva út“

Hún seg­ist skilja að fólki sé brugðið við að sjá mynd­bönd­in en svona líti bara starf­semi urðun­ar­stöðva út. „Umræðan í dag er á þá leið að urðun sé alltaf slæm en hún verður að ég tel alltaf til staðar. En það er mik­il­vægt að ekki sé verið að urða plast eða urða líf­ræn­an úr­gang,“ seg­ir Hrefna.

„Svo er mjög slæmt að hafa plast laust, eins og er þarna,“ seg­ir hún. Ötult sé þó unnið að því að koma í veg fyr­ir það. 

„Urðun verður til framtíðar en með tals­vert breyttu sniði frá því sem nú er,“ seg­ir Hrefna. „Evr­ópu­sam­bandið ger­ir kröfu um það að árið 2035 verði ekki urðað meira en sem nem­ur 10% af þeim heim­il­isúr­gangi sem til fell­ur í lönd­um sam­bands­ins.  Eitt­hvað svipað verður með at­vinnu­lífið. Okk­ur ber því að minnka úr­gang til urðunar jafnt og þétt sam­kvæmt regl­um sem þaðan koma,“ bæt­ir hún við.

„Það eru sveit­ar­fé­lög­in sem eru ábyrg fyr­ir úr­gangs­mála­flokkn­um í land­inu sam­kvæmt lög­um um meðhöndl­un úr­gangs nr. 55/​2003 en þessi lög byggja á til­skip­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir hún að lok­um.

Hér er að sjá mynd­bandið um­rædda:   

Einnig tók Rakel þetta mynd­band í fyrra á sama stað: 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert