Þingið árétti afstöðu Íslands

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Frá mínum bæjardyrum séð er þetta alveg skýrt og ég fékk það staðfest á fundum mínum með bæði Juncker og Tusk að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Í fréttaskýringu mbl.is um helgina var því velt upp hvort Ísland hefði dregið aðildarumsókn sína til baka með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, árið 2015, eða hvort umsóknin hefði einungis farið aftur á byrjunarreit vegna þess hvernig bréfið var orðað á ensku.

Sigmundur segir að hann hafi á sínum tíma ritað annað bréf þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar var ítrekuð. „Það var vegna þess að það hafði verið gefið í skyn að umsóknin væri að einhverju leyti ennþá virk að ég fór í þessa ferð til að fá á hreint að sú væri ekki raunin, og ég geri ráð fyrir að Evrópusambandið virði það sem forystumenn þess segja á fundum og virði afstöðu íslenskra stjórnvalda.“

Segir Sigmundur í Morgunblaðinnu í dag að hann muni við fyrsta tækifæri flytja þingsályktunartillögu þar sem sú afstaða verði áréttuð og enn fremur að ekki verði aftur sótt um aðild að sambandinu nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert