Þrír Þristar á Reykjavíkurflugvelli

Mik­ill viðbúnaður var á Reykja­vík­ur­flug­velli í kvöld þegar þrjár flugvélar …
Mik­ill viðbúnaður var á Reykja­vík­ur­flug­velli í kvöld þegar þrjár flugvélar af gerðinni DC-3/​C-47 lentu á vellinum. Von er á 11 til viðbótar, en lokaáfangastaðurinn er Normandí í Frakklandi en þar fer fram at­höfn 6. júní í til­efni þess að 75 ár eru þá liðin frá inn­rás­inni í Normandí. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjár svokallaðar þristavélar, DC-3- eða C-47-flugvélar frá Bandaríkjunum, lentu á Reykjvíkurflugvelli í kvöld. Von er á þeirri fjórðu í Keflavík síðar í kvöld eða nótt. Vélarnar eru í leiðangr­in­um D-Day Squa­dron og koma til Reykja­vík­ur á leið sinni frá Banda­ríkj­un­um til Frakk­lands til að taka þátt í at­höfn í Normandí 6. júní.

Þann dag verða 75 ár liðin frá inn­rás­inni í Norm­andí sem fjöldi DC-3-véla tók þátt í. Líkt og kom fram í Morg­un­blaðinu fyr­ir helgi er mik­ill viðbúnaður á Reykja­vík­ur­flug­velli vegna komu þrist­anna.

Alls fara 15 vél­ar frá Banda­ríkj­un­um til Frakk­lands og koma hér við í áföng­um. Sveit þristanna, eins og vélarnar eru iðulega nefndar, frá Bandaríkjunum telur 12 til 15 vélar og kom ein til Reykjavíkur í gær og er þegar farin áfram til Skotlands. Ann­ar eins fjöldi bæt­ist svo við frá Bretlandi og meg­in­landi Evr­ópu.

Vélarnar verða væntanlega til sýnis síðar í vikunni.
Vélarnar verða væntanlega til sýnis síðar í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Vélarnar verða á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fimm til sex vélar bætast líklega í hópinn á morgun. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en í tilkynningu frá Flugmálafélagi Íslands og Þristavinafélaginu segir að óvíst er að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar.

Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum.

Allar vélarnar eru áratuga gamlar og þristurinn skipar merkilegan sess …
Allar vélarnar eru áratuga gamlar og þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins. mbl.is/Árni Sæberg
Þrjár vélar, svokallaðir þristar, lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær.
Þrjár vélar, svokallaðir þristar, lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert