Vill umræðu um álit Trausta

Ýmis eftirmál hafa orðið af Braggamálinu svonefnda.
Ýmis eftirmál hafa orðið af Braggamálinu svonefnda. mbl.is/Árni Sæberg

„Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjár­heim­ilda eft­ir á með að borg­ar­full­trú­ar skrifi upp á árs­reikn­ing borg­ar­inn­ar, því ef sú væri raun­in, þá þyrfti ekki að út­vega heim­ild­ir eða hafa eft­ir­lit, held­ur væri hægt að skrifa upp á allt eft­ir á“.

Þetta seg­ir Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn, um lög­fræðilegt álit Trausta Fann­ars Vals­son­ar, dós­ents í lög­fræði við Há­skóla Íslands, sem hann vann að beiðni end­ur­skoðun­ar­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar. Þar lýs­ir Trausti Fann­ar sig meðal ann­ars ósamþykk­an þeirri skoðun fjár­mála­skrif­stofu borg­ar­inn­ar, að samþykkt eða staðfest­ing á árs­reikn­ingi henn­ar feli í sér samþykki á þeim fjár­hags­legu ráðstöf­un­um sem þar sé lýst.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Eyþór að sú full­yrðing hafi ein­ung­is verið síðasta rang­færsl­an af mörg­um í Bragga­mál­inu sem minni­hlut­inn hafi þurft að leiðrétta og bæt­ir við að eft­ir standi að greidd­ar hafi verið út fjár­hæðir í nokk­ur verk­efni, þar á meðal bragg­ann í Naut­hóls­vík, á veg­um borg­ar­inn­ar án heim­ilda, og að þeirra heim­ilda hafi ekki verið aflað eft­ir á, sem sé brot á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka