Vill umræðu um álit Trausta

Ýmis eftirmál hafa orðið af Braggamálinu svonefnda.
Ýmis eftirmál hafa orðið af Braggamálinu svonefnda. mbl.is/Árni Sæberg

„Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjárheimilda eftir á með að borgarfulltrúar skrifi upp á ársreikning borgarinnar, því ef sú væri raunin, þá þyrfti ekki að útvega heimildir eða hafa eftirlit, heldur væri hægt að skrifa upp á allt eftir á“.

Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um lögfræðilegt álit Trausta Fannars Valssonar, dósents í lögfræði við Háskóla Íslands, sem hann vann að beiðni endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Þar lýsir Trausti Fannar sig meðal annars ósamþykkan þeirri skoðun fjármálaskrifstofu borgarinnar, að samþykkt eða staðfesting á ársreikningi hennar feli í sér samþykki á þeim fjárhagslegu ráðstöfunum sem þar sé lýst.

Í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór að sú fullyrðing hafi einungis verið síðasta rangfærslan af mörgum í Braggamálinu sem minnihlutinn hafi þurft að leiðrétta og bætir við að eftir standi að greiddar hafi verið út fjárhæðir í nokkur verkefni, þar á meðal braggann í Nauthólsvík, á vegum borgarinnar án heimilda, og að þeirra heimilda hafi ekki verið aflað eftir á, sem sé brot á sveitarstjórnarlögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka