„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

Plast er mengandi fyrir umhverfi og lífríki, ekki síst ef …
Plast er mengandi fyrir umhverfi og lífríki, ekki síst ef það er urðað í almennum urðunarstöðvum. AFP

Tryggvi Felix­son, formaður Land­vernd­ar, hyggst í fyrra­málið fara á urðun­ar­stöðina í Fífl­holti á Mýr­um að kynna sér aðstæður á svæðinu. Til­efnið er mynd­band sem mbl.is hafði til um­fjöll­un­ar í gær, sem birt­ist á Face­book hjá Rakel Stein­ars­dótt­ur.

„Okk­ur hjá Land­vernd var brugðið þegar við sáum frétt­ina og mynd­irn­ar frá urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um,“ seg­ir Tryggvi við mbl.is. Í mynd­band­inu má sjá plast fjúka um alla urðun­ar­stöðina en því væri ekki til að dreifa ef það plast hefði verið sett í plast­tunn­ur.

„Við erum að reyna að átta okk­ur á því hvað er á seyði þarna og hvort allt sé í sam­ræmi við lög og starfs­leyfi,“ seg­ir Tryggvi. „Ef þessi um­gengni sam­ræm­ist lög­um og regl­um þá er eitt­hvað mikið sem þarf að lag­færa,“ seg­ir hann. Í sam­tali mbl.is við fram­kvæmda­stjóra urðun­ar­stöðvar­inn­ar í gær kom fram að stöðin ynni í sam­ræmi við lög um meðhöndl­un úr­gangs nr. 55/​​2003.

Land­vernd eru frjáls fé­laga­sam­tök sem starfa að um­hverf­is­mál­um. „Bar­átt­an gegn plast­meng­un sem Land­vernd tek­ur virk­an þátt í er mark­laust ef svona er liðið,“ seg­ir Tryggvi. 

Í fyrra­málið hyggst hann fara í vett­vangs­verð á staðinn. Aðgang­ur er bannaður al­menn­ingi þannig að koma verður í ljós hvort af henni verði.

Mynd­bandið um­rædda má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert