Þristarnir vöktu lukku

Það var mikið um dýrðir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld í …
Það var mikið um dýrðir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld í tilefni af komu þristanna. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöl­marg­ir lögðu leið sína á Reykja­vík­ur­flug­völl í kvöld þegar til að skoða fimm þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um. Vél­arn­ar voru til sýn­is á vell­in­um í kvöld og seg­ir Stefán Smári Krist­ins­son flugrekstr­ar­stjóri að um ein­stakt tæki­færi hafi verið að ræða. 

Þrjár vél­anna voru komn­ar á Reykja­vík­ur­flug­völl í gær, ein kom í morg­un og síðasta lenti á vell­in­um síðdeg­is. Þá er von á fimm þrist­um til viðbót­ar á morg­un.

All­ar vél­arn­ar voru smíðaðar á ár­un­um 1943 til 1945. Vél­in sem kom í morg­un er að sögn Stef­áns merki­leg­ust. „Hún heit­ir That´s All, Brot­her, en var leiðtoga­vél­in í inn­rás Banda­ríkj­anna í Normandí.“ 

Vél­arn­ar eru í leiðangr­in­um D-Day Squa­dron og koma til Reykja­vík­ur á leið sinni frá Banda­ríkj­un­um til Frakk­lands til að taka þátt í at­höfn í Normandí 6. júní. Þann dag verða 75 ár liðin frá inn­rás­inni í Norm­andí sem fjöldi DC-3-véla tók þátt í.

Áhuga­fólk um flug, ung­ir sem aldn­ir, lögðu leið sína á Reykja­vík­ur­flug­völl í kvöld og var ljós­mynd­ari mbl.is á staðnum og myndaði dýrðina. 

Þristarnir eru hverjum öðrum glæsilegri.
Þrist­arn­ir eru hverj­um öðrum glæsi­legri. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Flugstjórnarklefinn er glæsilegur.
Flug­stjórn­ar­klef­inn er glæsi­leg­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Vélin That´s All, Brot­her vakti einna mesta athygli, en hún …
Vél­in That´s All, Brot­her vakti einna mesta at­hygli, en hún var leiðtoga­vél­in í inn­rás Banda­ríkj­anna í Normandí. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Björn Thoroddsen flugmaður var á meðal þeirra sem kynntu sér …
Björn Thorodd­sen flugmaður var á meðal þeirra sem kynntu sér þrist­ana á Reykja­vík­ur­flug­velli í kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
All­ar vél­arn­ar voru smíðaðar á ár­un­um 1943 til 1945.
All­ar vél­arn­ar voru smíðaðar á ár­un­um 1943 til 1945. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Vél­arn­ar eru í leiðangr­in­um D-Day Squa­dron og koma til Reykja­vík­ur …
Vél­arn­ar eru í leiðangr­in­um D-Day Squa­dron og koma til Reykja­vík­ur á leið sinni frá Banda­ríkj­un­um til Frakk­lands til að taka þátt í at­höfn í Normandí 6. júní. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Flugmenn og áhugamenn um flug ræða saman á Reykjavíkurflugvelli í …
Flug­menn og áhuga­menn um flug ræða sam­an á Reykja­vík­ur­flug­velli í kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert