Leiðrétti launakjör hjúkrunarfræðinga strax

Hjúkrunarfræðingar á vakt. Mynd úr safni.
Hjúkrunarfræðingar á vakt. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á íslensk stjórnvöld og aðra viðsemjendur hjúkrunarfræðinga að leiðrétta tafarlaust launakjör hjúkrunarfræðinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér, en aðalfundur þess var haldinn 16. maí sl.

Þar ályktuðu fundarmenn að stjórnvöld og aðrir viðsemjendur hjúkrunarfræðinga þurfi „að bregðast fljótt við vanda íslenska heilbrigðiskerfisins vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Því þarf að ljúka sem fyrst við gerð nýs kjarasamnings sem leiðir til bættra launakjara, breytingum á vinnutíma og bættu starfsumhverfi með öryggi og vellíðan hjúkrunarfræðinga og sjúklinga að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni.

Greiða þurfi hjúkrunarfræðingum laun í samræmi við menntun og ábyrgð.

Þá var lýst yfir fullum stuðningi við samninganefnd félagsins í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert