Opna íbúðahótel á Hverfisgötu

RR Hótel tóku nýtt íbúðahótel í notkun á dögunum. Alls …
RR Hótel tóku nýtt íbúðahótel í notkun á dögunum. Alls 16 hótelíbúðir í tveimur húsum við Hverfisgötu 78. Sumarið lítur vel út í bókunum. mbl.is/Árni Sæberg

Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela, segir útlit fyrir sambærilegt sumar í ferðaþjónustu og í fyrrasumar. Hins vegar hafi orðið samdráttur í apríl og maí í kjölfar gjaldþrots WOW air. Eftir fall félagsins hafi bókunum með skömmum fyrirvara fækkað verulega.

RR Hótel tóku nýtt íbúðahótel í notkun fyrr í þessum mánuði. Það er í endurgerðu framhúsi og nýju bakhúsi á Hverfisgötu 78. Bakhúsið er gert úr límtréseiningum frá Austurríki og er að líkindum fyrsta slíka hótelið á höfuðborgarsvæðinu. Alls 16 hótelíbúðir eru í húsunum tveimur og eru RR Hótel því með 63 íbúðir í nokkrum húsum í miðborginni.

Húsið á Hverfisgötu 78 var kallað Bókfellshúsið eftir bókbandsstofunni Bókfelli, sem var stofnuð 1943. Húsið var byggt 1945-47 og hafa nokkrar prentsmiðjur verið í húsinu, sú síðasta Formprent.

„Sumarið lítur nokkuð vel út hjá okkur,“ segir Þórður Birgir í Morgunblaðinu í dag. „Það er sambærilegt og undanfarin ár. Það sama segja þeir sem ég ræði við í ferðaþjónustunni. Vorið hefur aftur á móti verið erfiðara en síðustu ár. Bókanir líta vel út fram á haustið,“ segir Þórður Birgir og bendir á að 80-85% nýting hafi verið á hótelinu í maí en 92-93% nýting í maí í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert