Þingfundur sem hófst klukkan 15 stendur enn og útlit er fyrir að framhald síðari umræðu um þingsályktun um innleiðingu þriðja orkupakkans standi yfir langt fram á nótt.
Síðari umræða um þriðja orkupakkann hófst á miðvikudag og stóð þá yfir til klukkan tæplega sjö á fimmtudagsmorgun.
Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá þessa stundina og veita þeir hver öðrum andsvar. Flokkurinn, ásamt Flokki fólksins, er mótfallinn innleiðingu þriðja orkupakkans en ályktunin nýtur stuðnings meirihluta þingmanna í hinum flokkunum sex sem eiga sæti á þingi.
Fylgjast má með umræðunni á vef Alþingis.