Vil hjálpa öðrum

Árný Oddbjörg Oddsdóttir með reiðkennurum sínum í Háskólanum á Hólum, …
Árný Oddbjörg Oddsdóttir með reiðkennurum sínum í Háskólanum á Hólum, Antoni Páli Níelssyni og Mette Moe Manseth.

„Þetta var mjög ljúft. Ég er yf­ir­leitt metnaðarfull og legg mikið á mig til að ná mark­miðum mín­um. Það var því gam­an að geta klárað al­menni­lega,“ seg­ir Árný Odd­björg Odds­dótt­ir, hesta­kona frá Sel­fossi, sem sópaði að sér verðlaun­um á reiðsýn­ingu Hóla­nema sem fram fór um helg­ina.

Hún vann verðlauna­grip­inn Morg­un­blaðshnakk­inn sem veitt­ur er fyr­ir besta heild­arár­ang­ur í öll­um reiðmennsku­grein­um í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu og verðlaun Fé­lags tamn­inga­manna fyr­ir besta ár­ang­ur á loka­prófi í reiðmennsku.

Reiðsýn­ing­in var á reiðvelli Hóla­skóla og var felld inn í dag­skrá hestaíþrótta­móts UMSS og hesta­manna­fé­lags­ins Skag­f­irðings. Í lok sýn­ing­ar færði Sús­anna Sand Ólafs­dótt­ir, formaður Fé­lags tamn­inga­manna, nem­ana tólf sem nú hafa lokið þriggja ára námi í hina bláu ein­kennisjakk­ana með rauða krag­an­um.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Árný að námið hafi verið skemmti­legt, fjöl­breytt og krefj­andi. Hún tek­ur fram að hún hafi verið hepp­in með hest, hafi fengið hryssu lánaða hjá Berg­lindi Ágústs­dótt­ur í Efra-Lang­holti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert