Ísland náð að uppfylla 17 heimsmarkmið

Samkvæmt nýbirtri úttekt Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á 90 af 169 undirmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 hefur Ísland náð að uppfylla 17 markmiðanna og á ekki langt í land með að ná mörgum til viðbótar.

Í úttektinni er nefnt að Ísland hafi t.d. náð að fullu markmiðum hvað varðar fullorðinsfræðslu, hlutfall endurnýjanlegrar orku og skaðleg umhverfisáhrif í borgum. Enn sé aftur á móti mikið starf óunnið til að ná um 5% markmiðanna, þar á meðal um bætta orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Heimsmarkmiðin eru 17 stefnumið sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti haustið 2015 að setja fyrir árin 2015-2030. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert