„Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir.
Í rannsókninni sem unnin var af Rannsóknum og greiningu fyrir UNICEF kemur fram að ríflega þrettán þúsund börn hérlendis segjast hafa hafa orðið fyrir líkamlegu og eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.
Í myndskeiðinu er rætt við þau Bergstein og Hjördísi um niðurstöður rannsóknarinnar en hægt er að kynna sér niðurstöðurnar hér.
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir greinilegt að ofbeldi hafi meiri áhrif á þolendur sem verða fyrir því á barnsaldri og vísar t.a.m. í niðurstöður um að þessi hópur sé líklegri til að íhuga eða gera tilraunir til sjálfsvígs. Nú standa samtökin fyrir undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld, bæði ríki og stéttarfélög, taki á málaflokknum af meiri festu þar sem viðbrögð verði samræmd og frekari upplýsinga verði aflað með markvissari rannsóknum.
Hægt er að skrifa undir á vef UNICEF.
Þá er búið að setja í umferð auglýsingu sem vekur athygli á málaflokknum.