Nýjar upplýsingar í bók um ris og fall flugfélagsins WOW air

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta.
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Þriðjudaginn 28. maí nk. gefur Vaka-Helgafell út bókina WOW - Ris og fall flugfélags eftir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptafréttastjóra á Morgunblaðinu.

Þar varpar Stefán ljósi á áður óþekktar ástæður þess að flugfélagið WOW varð gjaldþrota en einnig hvernig Skúla Mogensen, stofnanda þess, tókst á örfáum árum að byggja upp flugfélag sem hafði áður en yfir lauk flutt tíu milljónir farþega yfir Atlantshafið, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá útgefanda.

„Stefán hefur unnið ötullega að ritun bókarinnar síðastliðna mánuði og sankað að sér áður óbirtum upplýsingum sem varpa nýju ljósi á uppgang og fall félagsins. Það er ekki ofsögum sagt að WOW hafði mótandi áhrif á íslenskt samfélag í þau sjö ár sem félagið starfaði og bókin á því erindi til allra þeirra sem vilja fræðast meira um eitt merkilegasta viðskiptaævintýri Íslandssögunnar,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Forlagið og Stefán Einar standa fyrir hádegisfyrirlestri í Norræna húsinu sama dag og bókin kemur út, þriðjudaginn 28. maí, þar sem höfundur kynnir helstu efnistök bókarinnar.

forsíða bókarinnar um WOW
forsíða bókarinnar um WOW
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka