Borgin vill hærri arðgreiðslur

Skemmtiferðaskip kemur að bryggju.
Skemmtiferðaskip kemur að bryggju. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Svigrúm Faxaflóahafna sf. er mikið til aukinna arðgreiðslna til eigenda. Þetta kemur fram í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018. Greinargerðin var kynnt á síðasta stjórnarfundi þess.

Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Faxaflóahafna sf. með 75,6% hlut og fær því stærstan skerf af arðinum. Tillaga að arðgreiðslu verður tekin fyrir á stjórnarfundi í næsta mánuði. Aðalfundur verður haldinn 21. júní næstkomandi.

Fram kemur í greinargerðinni, sem er unnin af fjármálaskrifstofu borgarinnar, að rekstrarniðurstaða Faxaflóahafna sf. árið 2018 var betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Tekjur umfram áætlun

Reglulegar tekjur voru alls 134,4 milljónir króna umfram áætlun, eða 3,5% en rekstrarútgjöld voru 215,5 m.kr. undir áætluðum útgjöldum. Auknar tekjur skiluðu sér aðallega vegna aukins umfangs í skipakomum og þá einkum stækkandi skipum sem komu til hafnar. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði varð því 349,9 m.kr. hærri en áætlað hafði verið eða 1.076,8 m.kr. Óreglulegar tekjur af sölu eigna námu 624,3 milljónum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert