Færri amerískar vörur vegna EES

mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal ástæðna þess að ekki hef­ur verið boðið upp á meira úr­val af am­er­ísk­um vör­um í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evr­ópsk­ar regl­ur sem gilda hér á landi vegna aðild­ar lands­ins að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES).

Þetta kom meðal ann­ars fram í máli tals­manna Costco á Íslandi fyr­ir og eft­ir að versl­un­in í Kaup­túni í Garðabæ var opnuð fyr­ir rétt­um tveim­ur árum. Engil­bert Arn­ar Friðþjófs­son, sem hélt úti vin­sælli face­booksíðu um Costco, sagði meðal ann­ars í sam­tali við mbl.is í dag í til­efni af tveggja ára af­mæli Costco á Íslandi að það sem fólk á Íslandi vildi helst væru fleiri am­er­ísk­ar vör­ur miðað við face­booksíðuna hans.

Þær regl­ur sem um er að ræða snúa einkum að mat­væla­merk­ing­um en regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins, sem tekn­ar eru upp hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn, eru gjarn­an ólík­ar þeim regl­um sem gilda vest­an hafs sem aft­ur get­ur kallað á um­tals­verðan kostnað við end­ur­merk­ing­ar í sam­ræmi við evr­ópsku regl­urn­ar.

Önnur ástæða er lægri flutn­ings­kostnaður frá Evr­ópu til Íslands en frá Am­er­íku, en upp­haf­lega stóð til að versl­un­in á Íslandi yrði úti­bú frá Costco í Kan­ada og að mun meira af am­er­ísk­um vör­um yrði á boðstól­um í henni, ekki síst kanadísk­um. Niðurstaðan varð sú að Costco á Íslandi yrði úti­bú frá starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Bretlandi.

Fyr­ir vikið er Costco-versl­un­in í Kaup­túni lík­ari þeim versl­un­um sem eru í Bretlandi en Banda­ríkj­un­um eða Kan­ada að sögn for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins og mikið af þeim vör­um sem boðið er upp á eru enn­frem­ur bresk­ar eða frá öðrum Evr­ópu­ríkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert