Fágætir fuglar á landinu

Brandsvala er langt að komin og sjaldgæf sjón. Mikið hefur …
Brandsvala er langt að komin og sjaldgæf sjón. Mikið hefur sést af landsvölu og bæjarsvölu í vor. mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson

Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti.

Fuglaáhugamenn lesa gjarnan vefinn fuglar.is þar sem birtast fréttir af flækingsfuglum og fuglakomum. Á Facebook eru nokkrar síður, t.d. Birding Iceland, þar sem birtar eru fuglafréttir frá Íslandi á ensku, og Íslenskar fuglategundir.

Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og höfundur handbóka um fugla, fylgist vel með fuglakomum. Hann tók meðfylgjandi mynd af brandsvölu á Stokkseyri fyrr í mánuðinum en Jason Orri Jakobsson fann fuglinn. Mikið hefur sést af svölum á landinu í vor.

„Hér hafa sést landsvölur, bæjarsvölur og bakkasvölur og svo brandsvalan. Ég býst við að það verði eitthvert svöluvarp. Landsvala og bæjarsvala hafa orpið hér og gert það gjarnan þegar koma svona gusur. Bakkasvala er sjaldgæfari og hefur aldrei reynt varp hér svo vitað sé,“ segir  Jóhann Óli í umfjöllun um komur farfugla í Morgunblaðinu í dag. Brandsvala sást nú í þriðja sinn og er líklega fágætasti fuglinn sem sést hefur í vor. Heimkynni hennar eru á Spáni, í Portúgal og við Miðjarðarhaf.

Sjá viðtal við Jóhann Óla í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert