Samstillts átaks er þörf

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir á fundinum í …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir á fundinum í morgun. Morgunblaðið/Hari

Biðtími eft­ir liðskiptaaðgerðum verður ekki stytt­ur með því einu að fjölga slík­um aðgerðum. Til að ná ár­angri þarf sam­stillt átak heil­brigðis­yf­ir­valda, Embætt­is land­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eft­ir þess­um aðgerðum, bar ekki til­ætlaðan ár­ang­ur. Land­lækn­ir legg­ur m.a. til að þess­um aðgerðum verði út­vistað tíma­bundið. 

Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í morg­un þar sem kynnt­ar voru niður­stöður skýrslu Embætt­is land­lækn­is um ár­ang­ur af biðlista­átak­inu.  „Biðtím­inn hef­ur vissu­lega styst,“  sagði Alma Möller land­lækn­ir á fund­in­um. „En ekki eins og von­ir stóðu til.“

Þetta var þrátt fyr­ir að aðgerðatíðni hefði auk­ist á þessu tíma­bili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu til­tekna tíma­bili, fram­kvæmd­ar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyr­ir­hugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.

Frá­flæðis­vand­inn ein ástæðan

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sagði að þess­ar töl­ur end­ur­spegluðu þann vanda sem Land­spít­ali hef­ur lengi glímt við; sem er skort­ur á legu­rým­um sem má að stór­um hluta rekja til frá­flæðis­vand­ans sem mynd­ast þegar aldrað fólk, sem bíður úrræða á borð við hjúkr­un­ar­heim­ili, dvel­ur lang­tím­um á sjúkra­hús­inu þar sem mik­ill skort­ur er á hjúkr­un­ar­rým­um. Alma sagði að önn­ur ástæða fyr­ir því að ekki tókst bet­ur til með átakið væri að eft­ir­spurn eft­ir liðskiptaaðgerðum hefði vaxið hraðar en reiknað hefði verið með.

Land­lækn­ir fór í hnjá­skiptaaðgerð

„Þegar biðlista­átakið var hannað voru gefn­ar ákveðnar for­send­ur, en þær hafa breyst,“ sagði Alma. „Skýr­ing­arn­ar eru marg­ar, m.a. fjölg­un í eldri ald­urs­hóp­um, sí­fellt yngra fólk fer í aðgerðirn­ar og auk­in krafa um hreyfigetu,“ sagði Alma og bætti við orðum sín­um til árétt­ing­ar að sjálf væri hún ekki orðin sex­tug en hefði þegar farið í hnjá­skiptaaðgerð.

„Þá er önn­ur ástæða að offita eykst og slit í mjöðmum virðist al­geng­ara hér en í öðrum lönd­um,“ sagði Alma.

Heild­ar­verk­efni heil­brigðisþjón­ust­unn­ar

Í kjöl­far birt­ing­ar skýrsl­unn­ar tek­ur við vinna þar sem heil­brigðis­kerfið verður skoðað í heild sinni til að finna leiðir til að stytta bið eft­ir liðskiptaaðgerðum. Til dæm­is mun heil­brigðisráðherra funda síðar í dag með for­stjór­um heil­brigðis­stofn­ana um málið. „Þetta er heild­ar­verk­efni heil­brigðisþjón­ust­unn­ar allr­ar og við mun­um setja sam­an aðgerðaáætl­un þar sem fundn­ar verða lausn­ir til skemmri og lengri tíma. Mér finnst t.d. mik­il­vægt að leggja meiri áherslu á heilsu­gæsl­una, sem gæti t.d. und­ir­búið fólk bet­ur und­ir þess­ar aðgerðir þannig að það þurfi að liggja skem­ur á sjúkra­hús­um og verði fljót­ara að ná sér. Við höf­um talað um for­hæf­ingu í þessu sam­bandi,“ seg­ir Svandís.

Skoða tíma­bundna út­vist­un

Í skýrsl­unni legg­ur land­lækn­ir til að ef ekki tak­ist að fjölga liðskiptaaðgerðum á þeim sjúkra­hús­um þar sem þær eru nú fram­kvæmd­ar verði þeim út­vistað tíma­bundið til einkaaðila í heil­brigðis­rekstri.

Spurð hvort hluti lausn­ar­inn­ar gæti m.a. fal­ist í þessu seg­ir Svandís að það sé eitt af því sem sé til skoðunar. „Mér finnst þó skjóta skökku við að út­vista þess­um aðgerðum á meðan Land­spít­ali er að sinna umönn­un lang­legu­sjúk­linga og aldraðra sem færi bet­ur um á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Þannig að við mynd­um lík­lega fyrst skoða hvort hægt væri að út­vista slíkri þjón­ustu í meiri mæli, áður en við fær­um að bjóða út flókn­ari þjón­ustu. Þetta er eitt af því sem þarf að fara yfir, en það er ljóst að það verður ekki farið í neitt slíkt á þessu ári. Það eru ein­fald­lega ekki til pen­ing­ar til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert