Sveinn Valfells sýknaður af kröfum systkina

Hæstiréttur féllst á að riftun Sveins á hluthafasamkomulaginu hafi staðist …
Hæstiréttur féllst á að riftun Sveins á hluthafasamkomulaginu hafi staðist lög. mbl.is/Golli

Hæstiréttur staðfesti á þriðjudag dóm Landsréttar í máli Valfellssystkina og sýknaði Svein Valfells af kröfum Ársæls Valfells, Nönnu Helgu Valfells, föður þeirra Sveins Valfells og Damocles Services Ltd.

Sveinn yngri rifti hluthafasamkomulagi um félagið Vesturgarð, sem gert hafði verið 1. mars 2010, í ágúst 2016 á þeim grundvelli að það hefði verið vanefnt í svo verulegum atriðum að riftun væri heimil.

Með hluthafasamkomulaginu féllust aðilar á að framselja ekki hluti í félaginu nema með leyfi allra hluthafa. Sveinn eldri hafði hins vegar framselt alla hluti sína í Vesturgarði til félagsins Neutrino Ltd. í maí 2014 og í desember sama ár voru sömu hlutir framseldir til Damocles Services Ltd.

Hæstiréttur féllst á að riftun Sveins á hluthafasamkomulaginu hafi staðist lög og gerði áfrýjendum að greiða honum 1,5 milljónir í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Sveinn Valfells yngri.
Sveinn Valfells yngri. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka