Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson mætti til fundarins.
Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.
Fram kemur að fundurinn sé haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið sé yfir starf vetrarins.