Hvassahraun besti kostur

Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að reisa innanlandsflugvöll í …
Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að reisa innanlandsflugvöll í Hvassahrauni og nú vilja borgaryfirvöld skoða málið á ný. mbl.is/Árni Sæberg

Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn.

Dagur gerði hátt hlutfall ferða með bílaleigubílum frá Keflavíkurflugvelli, alls 55%, að umtalsefni á ráðstefnu í Osló um skipulagsmál borga. Verið er að skoða möguleika á fluglest til að efla almenningssamgöngur á þessari leið og draga um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Segist Dagur hafa verið opinn fyrir þeirri hugmynd frá upphafi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að uppbygging á fyrrverandi helgunarsvæðum við Reykjavíkurflugvöll sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Telur hann engan vafa á því að flugvöllurinn muni fara úr Vatnsmýri og vonar að borgarflugvöllur verði lagður í Hvassahrauni. Telur hann líklegt að völlurinn verði farinn eða svo gott sem farinn um 2030.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert