Hvassahraun besti kostur

Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að reisa innanlandsflugvöll í …
Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að reisa innanlandsflugvöll í Hvassahrauni og nú vilja borgaryfirvöld skoða málið á ný. mbl.is/Árni Sæberg

Hvassa­hraun er ekki eini raun­hæfi kost­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl, að sögn Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra. At­hug­an­ir hingað til bendi hins veg­ar til þess að það sé besti kost­ur­inn.

Dag­ur gerði hátt hlut­fall ferða með bíla­leigu­bíl­um frá Kefla­vík­ur­flug­velli, alls 55%, að um­tals­efni á ráðstefnu í Osló um skipu­lags­mál borga. Verið er að skoða mögu­leika á flug­lest til að efla al­menn­ings­sam­göng­ur á þess­ari leið og draga um leið úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Seg­ist Dag­ur hafa verið op­inn fyr­ir þeirri hug­mynd frá upp­hafi.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi að upp­bygg­ing á fyrr­ver­andi helg­un­ar­svæðum við Reykja­vík­ur­flug­völl sé hluti af umbreyt­ingu Vatns­mýr­ar­inn­ar. Tel­ur hann eng­an vafa á því að flug­völl­ur­inn muni fara úr Vatns­mýri og von­ar að borg­ar­flug­völl­ur verði lagður í Hvassa­hrauni. Tel­ur hann lík­legt að völl­ur­inn verði far­inn eða svo gott sem far­inn um 2030.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert