Jón Trausti fær 1,8 milljónir í bætur

Frá vettvangi í Mosfellsdal árið 2017.
Frá vettvangi í Mosfellsdal árið 2017. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur auk vaxta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds sem hann sætti vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar árið 2017.

Málskostnaður á milli aðila fellur niður og allur sakarkostnaður stefnanda skal greiðast úr ríkissjóði.

Jón Trausti fór fram á 10,5 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur frá rík­inu vegna gæsluvarðhaldsins.

Jón Trausti sætti ein­angr­un í 21 dag en Sveinn Gest­ur Tryggva­son var einn ákærður og dæmd­ur fyr­ir að hafa valdið dauða Arn­ars. Sex voru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins.

Rík­is­lögmaður hafn­aði bóta­kröfu Jóns Trausta með þeim rök­um að hann hefði sjálf­ur valdið eða stuðlað að gæslu­v­arðhald­inu með því að hafa ekki sýnt sam­vinnu við rann­sókn máls­ins, gefið litl­ar eða óljós­ar skýr­ing­ar á at­b­urðarás og hafnað því að veita lög­reglu leyfi til að skoða sím­ann sinn.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka