Sigurboginn hættir

Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegs og Barónstígs er að hætta.
Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegs og Barónstígs er að hætta. mbl.is/​Hari

Versl­un­in Sig­ur­bog­inn á horni Lauga­veg­ar og Baróns­stígs heyr­ir senn sög­unni til, en eft­ir er að taka ákvörðun um framtíð net­versl­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Sig­ur­bog­inn hef­ur í rúm 27 ár boðið upp á snyrti­vör­ur, kven­fatnað og skart­gripi, „allt fyr­ir kon­una“, eins og Haf­dís Stef­áns­dótt­ir, eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins und­an­far­in sex ár, orðar það.

Versl­un­in hef­ur alltaf verið á sama stað. Haf­dís seg­ir að versl­un­ar­hætt­ir hafi breyst mikið og Lauga­veg­ur­inn laði ekki leng­ur að viðskipta­vini í sama mæli og áður. Hún vilji samt ekki tala göt­una niður og 95% viðskipta­vina séu traust­ir og góðir Íslend­ing­ar, sem séu miður sín vegna ákvörðun­ar­inn­ar, en meira þurfi til. „Lauga­veg­ur­inn var aðalstaður­inn og er enn,“ seg­ir hún.

Haf­dís seg­ir að framtíð versl­un­ar í land­inu sé um­hugs­un­ar­efni, því ljóst sé að Íslend­ing­ar kaupi mikið er­lend­is. „Versl­un hérna skap­ar at­vinnu og er góð fyr­ir hag­kerfið, en land­inn þarf að gera upp við sig hvað hann vill,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert