Skýrsla um neyðarlánið birt á mánudag

Skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015 og hefur útgáfu …
Skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015 og hefur útgáfu hennar ítrekað verið frestað. mbl.is/Golli

Seðlabanki Ísland hefur greint frá því að boðuð skýrsla um 500 millj­óna evra lánið sem bank­inn veitti Kaupþingi sama dag og neyðarlög­in voru sett árið 2008 verði birt á mánudag.

Í skýrsl­unni er einnig ætl­un­in að varpa ljósi á sölu Seðlabank­ans á FIH-bank­an­um í Dan­mörku en neyðarlánið var veitt gegn alls­herj­ar­veði í bank­an­um á sín­um tíma.

Skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015 og hefur útgáfu hennar ítrekað verið frestað. Í viðtali sem birt var við Má Guðmunds­son seðlabanka­stjóra í ViðskiptaMogg­an­um 20. mars síðastliðinn kom fram að skýrsl­an myndi koma út 30. apríl.

Í síðustu tilkynningu frá bankanum var útgáfudagur skýrslunnar sagður 14. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert