Sorg sem hverfur aldrei

AFP

For­eldr­ar sem missa barn í sjálfs­vígi ganga í gegn­um gíf­ur­lega lang­vinnt sorg­ar­ferli og van­líðanin er bæði and­leg og lík­am­leg. Á sama tíma fer ekk­ert form­legt ferli af stað í heil­brigðis­kerf­inu sem gríp­ur for­eldr­ana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverf­ur og verður alltaf til staðar.

Meist­ara­verk­efni El­ín­ar Árdís­ar Björns­dótt­ur við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri er rann­sókn á reynslu for­eldra af stuðningi í kjöl­far þess að missa barn í sjálfs­vígi. Hún tel­ur, eft­ir að hafa kynnt sér málið út frá ýms­um sjón­ar­horn­um, að best færi á að stuðning­ur­inn væri inn­an heilsu­gæsl­unn­ar þar sem heilsu­gæslu­stöðvar starfi um allt land. 

Heilsu­gæsl­an á að vera fyrsti viðkomu­staður ein­stak­linga í heil­brigðis­kerf­inu, sér­stak­lega á lands­byggðinni, og þangað á fólk að geta leitað þjón­ustu og hand­leiðslu í sorg­ar­ferli líkt og við skyndi­legt dauðsfall sem og önn­ur áföll. Heilsu­gæsl­an þarf að hafa úrræði og vinnu­ferla tengd sál­ræn­um stuðningi við aðstand­end­ur og það er upp­lif­un rann­sak­anda að ein­stak­ling­ar í þess­um aðstæðum þurfi ein­hvern sem leiðir þá áfram í gegn­um sorg­ina, býður fram aðstoð og upp­lýs­ing­ar um úrræði, seg­ir Elín í MSc-rit­gerð sinni.

Elín Árdís Björnsdóttir, útskriftarnemi frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, framhaldsdeild.
Elín Árdís Björns­dótt­ir, út­skrift­ar­nemi frá heil­brigðis­vís­inda­sviði Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, fram­halds­deild.

Spurð út í hvers vegna hún hafi valið líðan for­eldra eft­ir sjálfs­víg barna sem rann­sókn­ar­verk­efni seg­ir Elín að hún hafi ásamt þrem­ur skóla­systr­um unnið verk­efni í grunn­nám­inu við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri um stuðning við aðstand­end­ur þeirra sem hafa svipt sig lífi. Elín seg­ir að þar hafi blasað við þeim að víða væri pott­ur brot­inn í kerf­inu þegar stuðning­ur við aðstand­end­ur er ann­ars veg­ar, einkum og sér í lagi við for­eldra. Jafn­framt hafi hún viljað rann­saka hvaða áhrif slíkt frá­fall hef­ur á heilsu for­eldra.

„Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að skoða reynslu for­eldra af stuðningi í kjöl­far þess að missa barn í sjálfs­vígi. Rann­sókn­ir sýna að for­eldr­ar koma verst út heilsu­fars­lega eft­ir áfall sem þetta,“ seg­ir Elín í sam­tali við mbl.is. Hún tók alls 13 djúpviðtöl við tíu for­eldra sem höfðu misst barn á þenn­an hátt. Börn þátt­tak­enda voru á aldr­in­um 17-37 ára þegar þau lét­ust og ára­fjöldi frá and­láti var 3-24 ár þegar Elín tók viðtöl­in. 

Sjálfs­víg eru alþjóðlegt heil­brigðis­vanda­mál og ár­lega falla um 800.000 ein­stak­ling­ar í öll­um ald­urs­hóp­um fyr­ir eig­in hendi. Til­raun til sjálfs­vígs er stærsti áhættuþátt­ur­inn fyr­ir sjálfs­vígi og sjálfs­víg eru jafn­framt önn­ur al­geng­asta dánar­or­sök ein­stak­linga í ald­urs­hópn­um 15-29 ára.

„Helstu niður­stöður sýna að ríkj­andi skort­ur reyn­ist á stuðningi við for­eldra sem misst hafa barn í sjálfs­vígi. Sorgar­úr­vinnsla hjá for­eldr­un­um reynd­ist vera lang­hlaup, áfallið var mikið og flókn­ar til­finn­ing­ar eins og sekt­ar­kennd og sjálfs­ásak­an­ir voru til staðar. Af­leiðing­ar áfalls­ins komu mikið niður á and­legri og lík­am­legri heilsu for­eldra. Úrræði voru af mis­jöfn­um toga og mikið und­ir for­eldr­un­um komið hve áköf þau voru í að sækja sér aðstoð ef sálu­hjálp brást eða þegar frá leið áfall­inu. Þátt­tak­end­ur stóðu al­farið að öll­um kostnaði við meðferðir og úrræði sjálf og ekk­ert reynd­ist í boði fyr­ir þenn­an út­setta hóp. Þátt­tak­end­ur voru all­ir á sama máli varðandi vænt­ing­ar um þjón­ustu þessu tengda og myndu öll vilja sjá fast­skorðaða verk­ferla í stuðningi við eft­ir­lif­end­ur. Flest­um fannst þjón­ust­an eiga að til­heyra heil­brigðis­kerf­inu og gagn­rýndu þau mjög áhuga­leysi heil­brigðisþjón­ust­unn­ar,“ seg­ir í rit­gerð El­ín­ar.

Heilsugæslan er starfandi um allt land en geðdeildir aðeins á …
Heilsu­gæsl­an er starf­andi um allt land en geðdeild­ir aðeins á stærstu stöðum. mbl.is/​Hari

Í rit­gerðinni er fjallað um aðdrag­anda að sjálfs­víg­inu en í flest­um til­fell­um var um aðdrag­anda að ræða, seg­ir Elín. Má þar nefna hegðunar- og kvíðarask­an­ir, einelti, þung­lyndi, kyn­ferðis­lega mis­notk­un í æsku og neyslu vímu­efna. Í ein­hverj­um til­vik­um hafði viðkom­andi barn reynt sjálfs­víg áður og eins var um að ræða sjálfsskaðandi hegðun hjá öðrum. Ein til­raun var svo al­var­leg að ein­stak­ling­ur­inn þurfti að leggj­ast inn en hann kom við á þrem­ur deild­um í heil­brigðis­kerf­inu; bráðamót­töku, gjör­gæslu og svo geðsviðinu. For­eldr­ar fylgdu á eft­ir og fengu hvergi stuðning, seg­ir Elín. 

Okkur var hvergi boðin áfalla­hjálp

„Það talaði eng­inn við okk­ur eft­ir þetta, okk­ur var hvergi boðin áfalla­hjálp, hvorki á bráðavakt­inni, gjör­gæsl­unni né geðdeild­inni, það bauð okk­ur eng­inn áfalla­hjálp! Ég fór að hugsa um það eft­ir á: „Bíddu, það er verið að bjóða fólki áfalla­hjálp ef rúta fer aðeins út af veg­in­um, hvað er að ger­ast? Barnið okk­ar reyndi að taka líf sitt og það er bara ekk­ert frá heil­brigðis­kerf­inu og við vor­um þar á þess­um þrem­ur stöðum,“ seg­ir eitt for­eldrið sem Elín ræddi við.

Í einu til­viki var eng­inn fyr­ir­vari á sjálfs­víg­inu og að sögn El­ín­ar tók við mjög flókið og erfitt sorg­ar­ferli hjá for­eldr­um viðkom­andi sem tók lang­an tíma. 

All­ir for­eldr­ar töluðu um að áfall sem þetta hefði ekki aðeins áhrif á and­lega líðan held­ur einnig lík­am­lega heilsu. Til að mynda að geta hvorki sofið né nærst og mikið orku­leysi. „Fólk var svo lengi fast í doðanum og þessi ein­kenni vörðu mánuðum og árum sam­an,“ seg­ir Elín en ein­hverj­ir for­eld­ar lýsa sárs­auk­an­um svo sting­andi að það minni helst á hjarta­áfall enda mesta mar­tröð sem hægt er að hugsa sér, að horfa á barnið sitt dáið. Jafn­framt tala þau um erfiðleik­ana við að reyna að tak­ast á við lífið að nýju.

„Ég man eft­ir því í fyrra­sum­ar, ef sum­ar skyldi kalla, að ég hugsaði: „Bíddu já, í haust eru kom­in fjög­ur ár síðan hann dó og þá fór ég að hugsa: „Bíddu, hvað ætl­ar þú að gera, ætl­arðu að hafa framtíðina svona í enda­lausri van­líðan?“ Ég er ekki að segja að ég hafi endi­lega losnað út úr þessu ástandi, en sorg­in sko, hún gleym­ir þér ekk­ert, hún yf­ir­gef­ur þig ekk­ert, hún verður öðru­vísi.“

Eitt for­eldri seg­ist hafa upp­lifað áfallið og sorg­ina svo lík­am­lega: „Mér fannst ég þurfa að halda mér í fyrstu dag­ana, þurfti að halda mér í veggi og stiga þegar ég var að ganga, þurfti að halda í eitt­hvað. Þegar það kem­ur bak­slag í sorg­inni þá kem­ur alltaf þessi til­finn­ing að ég þurfi að halda í eitt­hvað,“ hef­ur Elín eft­ir viðmæl­anda sín­um.

Að sögn El­ín­ar eru rauður þráður í öll­um viðtöl­un­um þessi fyrstu ein­kenni áfalls­ins sem koma upp aft­ur þegar eitt­hvert bak­slag verður seinna meir. „Jafn­væg­is­leysi, þrek­leysi, kvíði, kviðverk­ir, doði, já verk­ir alls staðar,“ seg­ir Elín og bæt­ir við að það hafi komið sér mjög á óvart hvað þetta hef­ur mik­il áhrif á lík­am­lega heilsu. Dæmi um alls kon­ar veik­indi for­eldra eft­ir missinn. 

„Móðir sem ég tók viðtal við fyr­ir ári sagði mér ný­verið að hún væri enn á sama stað og fyr­ir ári og það væri ofboðslega erfitt að eiga við kvíðann sem hún tekst stöðugt á við þrátt fyr­ir að vera kom­in í góða þjón­ustu hjá sér­fræðing­um sem eru að reyna að hjálpa henni,“ seg­ir Elín.

Feður sem Elín ræddi við höfðu all­ir farið fyrr til vinnu en mæðurn­ar og voru fljót­ari til þess að reyna að tak­ast á við lífið að nýju. Hún seg­ir að í til­vik­um mæðranna hafi oft liðið marg­ir mánuðir frá áfall­inu þangað til þær treystu sér til að mæta aft­ur til vinnu og sum­ar hafa ekki enn hafið störf að nýju.

„Eins var mjög mis­mun­andi hversu liðleg­ir vinnustaðir voru í garð viðkom­andi, sem greini­lega hef­ur mikið að segja um hvernig for­eldr­un­um leið. Þeim sem upp­lifðu góðan stuðning frá at­vinnu­rek­anda og sam­starfs­fé­lög­um leið bet­ur. Þeir máttu mæta þegar hentaði og fara heim ef illa gekk. Þetta hafði greini­lega mik­il áhrif til lengri tíma litið og skipti miklu máli fyr­ir for­eldr­ana,“ seg­ir Elín. 

Foreldrar þurfa á áfallamiðaðri þjónustu að halda í sínu nærumhverfi.
For­eldr­ar þurfa á áfallamiðaðri þjón­ustu að halda í sínu nærum­hverfi. mbl.is/​Hari

All­ir for­eldr­arn­ir töluðu um þessa djúpu sorg og meiri sorg en þau hefðu nokk­urn tíma fundið fyr­ir áður við ótíma­bær and­lát. Sama hvað þau hefðu reynt til þess að lifa eðli­legu lífi þá reynd­ist það ómögu­legt. „Því miður er stuðning­ur við aðstand­end­ur mis­jafn og höfðu þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni mis­jafna sögu að segja varðandi stuðning og eft­ir­fylgd,“ seg­ir Elín.

„Sorg­in er alltaf þarna hvað sem maður ger­ir, hún er þarna. Hún er ekki þannig að þetta þyrmi yfir mann, hún bara er alltaf. Það er ekki þannig að maður skríði upp í rúm í þung­lyndi, þetta er meira eins og að ganga í drullu, það er þungt. Að sumu leyti (...) ég er ekki að leita eft­ir því að sorg­in hverfi, ég er ekk­ert að leita eft­ir því að eins og ekk­ert hafi gerst. Af því að mér finnst, ég vil halda ná­lægðinni við hann og ég geri það í sorg­inni, það er hún sem ger­ir það að verk­um að hann er alltaf með manni. Maður sakn­ar hans og þannig vil ég að það verði, ég vil ekk­ert hætta að syrgja. Maður lær­ir að lifa með þessu og það er svo sem ekki í boði að gera neitt annað, en þannig er þetta bara. Við höf­um aldrei ásakað hann neitt og okk­ur finnst al­veg hræðilegt að það hafi farið svona,“ seg­ir eitt for­eldrið í viðtali við El­ínu.

Lé­legt upp­lýs­ingaflæði

Að sögn El­ín­ar er slá­andi að sjá hversu til­vilj­ana­kennd­ar upp­lýs­ing­ar um aðstoð við frá­fall barns með þess­um hætti eru. Til að mynda hafi ein móðirin fengið til­vilj­un­ar­kennda vís­bend­ingu um áfallat­eymi staðsett á sjúkra­hús­inu í sínu bæj­ar­fé­lagi, en fram að því hafði eng­inn minnst á það né bent þeim á að sú þjón­usta reynd­ist vera í boði.

Aðrir for­eldr­ar segja helsta stuðning­inn hafa verið frá nærsam­fé­lag­inu, fjöl­skyldu, vin­um og vinnu­fé­lög­um. „Við fund­um svo mikla sam­stöðu hvort sem það var fjöl­skyld­an eða vinnu­fé­lag­arn­ir, það er ein­hvern veg­inn það sem mér fannst bera okk­ur uppi í áfall­inu, þú hef­ur eng­an kraft né lífs­bar­áttu en þarna erum við bor­in uppi fannst mér.“

Þau harma einnig lé­legt upp­lýs­ingaflæði heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og er það þeirra mat að upp­lýs­ing­arn­ar ættu að koma til aðstand­enda í þess­um aðstæðum. Þau leituðu til áfallat­eym­is­ins og fengu mjög góðan stuðning þar, en tíma­bundið og aðeins fyrstu dag­ana og vik­urn­ar eft­ir áfallið. Það hef­ur hjálpað þeim í sorgar­úr­vinnsl­unni að tala um at­b­urðinn og segja þau mikla úr­vinnslu tengda því.

„For­eldr­ar þurfa á áfallamiðaðri þjón­ustu að halda í sínu nærum­hverfi. Þjón­ustu þar sem heil­brigðis­starfs­fólk er þjálfað í að taka á móti for­eldr­um í sorg og get­ur vísað þeim áfram, svo sem í þjón­ustu hjá geðvernd­art­eymi. Þetta á ekki að vera handa­hófs­kennd­ur stuðning­ur held­ur þjón­usta byggð á gæðavís­um og vinnu­ferli um hvernig eigi að bregðast við og veita aðstoð. Með þess­um hætti er ein­stak­ling­um mætt á mann­leg­an hátt. Til að mynda: Hvað kom fyr­ir þig? Ekki: Hvað er að þér? Því þú get­ur upp­lifað slíkt viðmót sem annað áfall. Það er í raun óviðun­andi að þessi þjón­usta sé ekki í boði og fólk þurfi að leita sjálft að aðstoð,“ seg­ir Elín. 

Ekk­ert í boði fyr­ir þá sem ekki eru í þjóðkirkj­unni

For­eldr­ar nefna að all­ur kostnaður meðferða falli á þá og mik­il­vægt sé að litið sé á fjöl­skyld­una sem eina heild, all­ir þurfi á stuðningi að halda. Þau nefna að í til­vik­um sem þess­um séu for­eldr­ar ekki í ástandi til þess að sinna öðrum börn­um á heim­il­inu, þess vegna sé mik­il­vægt að lang­tímastuðning­ur sé í boði, seg­ir eitt for­eldrið. „Sér­stak­lega fyr­ir hin börn­in, sem gleym­ast al­veg þegar for­eldr­arn­ir eru í áfalli, árum sam­an á eft­ir.“

Elín seg­ir að all­ir for­eldr­arn­ir hafi talað um að hafa verið mjög leit­andi eft­ir hjálp, svo sem frá heil­brigðis­kerf­inu, fyrst eft­ir and­látið en það var eins og ekk­ert kerfi væri til staðar til að grípa þau og styðja.

„Annað varðandi stuðning­inn,“ seg­ir Elín. Það var mjög breyti­legt hvernig staðið var að í byrj­un. Í öll­um til­vik­um var það lög­regla eða prest­ur sem til­kynnti and­látið og flest­ir fengu í kjöl­farið prest í heim­sókn en í tveim­ur til­vik­um voru viðkom­andi ekki krist­inn­ar trú­ar og þá var eins og fólk týnd­ist í kerf­inu. Til að mynda voru for­eldr­arn­ir í einu til­viki í þjóðkirkj­unni en son­ur þeirra, sem svipti sig lífi, var ekki í þjóðkirkj­unni. Af virðingu við hann vildu þau ekki leita til kirkj­unn­ar og þá var ekk­ert í boði þegar kom að and­leg­um stuðningi. Það kom eng­inn. Þeim var til­kynnt and­látið og síðan ekki neitt, seg­ir Elín.

„Það kom mér ofboðslega mikið á óvart hversu mis­mun­andi verklagi er beitt við að til­kynna and­látið. Eins hversu til­vilj­ana­kennd þjón­ust­an er sem bíður þín. For­eldr­ar tala um að það sé eins og hið op­in­bera veiti eng­an stuðning. Fólk sé skilið eft­ir bjarg­ar­laust í stað þess að kerfið grípi viðkom­andi og leiðbeini,“ seg­ir Elín. Er það mat henn­ar að þarna verði að gera breyt­ingu á og ít­rek­ar að eðli­leg­ast sé að þessi stuðning­ur komi frá heilsu­gæsl­unni vegna þess að hún sé starf­rækt um allt land og eigi að sinna öll­um lands­mönn­um, óháð tungu­máli og trú. 

„Á sama tíma eru aðrir mjög sátt­ir við þá þjón­ustu sem í boði er og fengu mik­inn stuðning frá sín­um presti. En ein­mitt vegna þessa – að mis­mun­andi er hvaða þjón­ustu og stuðning fólk fær  finnst mér að þetta eigi ekki að vera al­farið hlut­verk presta. Hvað ef þér lík­ar ein­fald­lega illa við þinn prest? Áttu þá að leita til hans á stundu sem þess­ari?“ spyr Elín. 

Hún seg­ir að þeir sem fengu góðan stuðning í upp­hafi hafi all­ir til­heyrt þjóðkirkj­unni og átt sterka fjöl­skyldu í kring­um sig. Þess­ir for­eldr­ar koma bet­ur und­an áfall­inu en þeir sem eru í fjöl­skyld­um þar sem tengsl­in eru ekki jafn sterk. 

Meistaraverkefni Elínar Árdísar Björnsdóttur við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri er …
Meist­ara­verk­efni El­ín­ar Árdís­ar Björns­dótt­ur við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri er rann­sókn á reynslu for­eldra af stuðningi í kjöl­far þess að missa barn í sjálfs­vígi.

„Áfall eins og að missa barnið sitt í sjálfs­vígi veld­ur því hrein­lega að ver­öld­in hryn­ur á sek­úndu­broti. Fólk miss­ir tengsl við raun­veru­leik­ann, alla jarðteng­ingu og er dofið lengi. Það fylgja því óþæg­indi að trana sér fram eft­ir aðstoðinni, að vera sí­fellt sá sem leit­ar, sá sem kvart­ar. Á þess­um tíma­punkti á eng­in úr­vinnsla sér stað, fólk er fast í áfall­inu og það sem meira er; fólk stjórn­ar því ekki hvenær það er til­búið eft­ir svona áföll,“ seg­ir Elín og það er eitt af því sem for­eldr­ar kvörtuðu und­an.

Síðan var þeirra tími liðinn

Aðstoðin hafi aðeins verið í boði í stutt­an tíma en síðan var þeirra tími liðinn. „Fólk stjórn­ar því ekki hvenær það er fært um að tala um hlut­ina, hvenær það er laust út úr doðanum og fært um að meðtaka hjálp­ina og vinna í sín­um mál­um,“ seg­ir Elín.

Stuðning­ur skil­ar ár­angri og mun skila sparnaði fyr­ir heil­brigðis­kerfið, seg­ir Elín en í loka­orðum rit­gerðar­inn­ar seg­ir hún: „Sorg­in er dýpri en við ann­arslags missi og sorgar­úr­vinnsl­an er lang­hlaup. Stuðning­ur við for­eldra og ást­vini ein­stak­linga sem falla fyr­ir eig­in hendi er tak­markaður, ein­stak­lings- og aðstæðubund­inn.

Heil­brigðis­kerfið hef­ur ekki mörkuð vinnu­brögð til stuðnings við þenn­an út­setta hóp syrgj­enda og reynd­ist mikið ákall eft­ir hnit­miðaðri þjón­ustu af hálfu heil­brigðis­kerf­is­ins hjá þátt­tak­end­um rann­sókn­ar­inn­ar.

Þátt­tak­end­ur lýsa til­vilj­un­ar­kenndri þjón­ustu og voru á einu máli um að ekki væri boðlegt að þurfa að leita eft­ir öll­um stuðningi og þjón­ustu sjálf. Lítið hef­ur verið rann­sakað um reynslu og upp­lif­un aðstand­enda sem missa barn í sjálfs­vígi á ís­lenskri grundu og geta niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar nýst til þess að varpa ljósi á líðan aðstand­enda og aukið skiln­ing ut­anaðkom­andi aðila sem hyggj­ast veita þjón­ustu eða aðstoð.

Með auk­inni um­fjöll­un og niður­stöðum þess­ar­ar rann­sókn­ar verður von­andi hægt að bæta þjón­ustu heil­brigðis­kerf­is­ins við aðstand­end­ur sem missa ást­vin í sjálfs­vígi. Rann­sak­andi sér fyr­ir sér að niður­stöður geti haft þýðingu fyr­ir þátt­tak­end­ur þar sem aðstæður þeirra hljóti að fá viður­kenn­ingu og valda vit­und­ar­vakn­ingu hjá fag­fólki og kveiki vilja til þess að breyta og bæta vinnu­lag. Rann­sókn­ir sem tengj­ast sál­ræn­um áföll­um geta verið nyt­sam­leg­ar til bættr­ar þjón­ustu við skjól­stæðinga og aðstand­end­ur þeirra. Áhuga­vert gæti reynst að rann­saka hvort mun­ur er á því að missa barn í sjálfs­vígi eða skyndi­lega með öðrum þætti, hvað varðar sorgar­úr­vinnslu og þörf fyr­ir stuðning og eft­ir­fylgd,“ seg­ir í loka­orðum rit­gerðar El­ín­ar Árdís­ar Björns­dótt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert