Vegurinn um Kjöl opinn

Horft til Kerlingafjalla af Kjalvegi.
Horft til Kerlingafjalla af Kjalvegi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum.

Vakin er athygli á því að á hálendiskorti sem sent var út í morgun sé hluti Kjalvegar enn merktur lokaður en nýtt hálendiskort verði sent út á mánudag. Merkingar á færðarkorti gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert