Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

Sundabakki Kraninn stóri teygir sig upp í loftið, þar sem …
Sundabakki Kraninn stóri teygir sig upp í loftið, þar sem sérfræðingar vinna við að setja upp nýja gámakranann. Ljósmynd/Eimskip-Valdimar Hannesson

Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni.

Hinn nýi gámakrani á að verða tilbúinn í ágúst og verður hann því reiðubúinn að þjónusta hin nýju og stóru skip, sem verið er að smíða fyrir Eimskip í Kína. Fyrra skipið er væntanlegt til landsins seinnipart ársins.

Til verksins eru notuð stórvirk tæki, þar á meðal einn öflugasti beltakrani sem komið hefur til landsins. Kraninn var sérstaklega fluttur inn frá Englandi, en hann er 100 metrar í efstu stöðu, að því er fram kemur í umfjöllun um mannvirki þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sjálfur gámakraninn er gríðarlegt mannvirki en hann mun vega um 800 tonn samsettur. Sem kunnugt er mun hann leysa af hólmi kranann Jaka, sem kominn er til ára sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert