Rannsakar malavísk börn með malaríu

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi í Malaví.
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi í Malaví. Ljósmynd/Aðsend

„Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví síðasta sum­ar. Eft­ir dvöl­ina þar var hún staðráðin í að sækja landið aft­ur heim og ákvað að byggja loka­verk­efni sitt í klín­ískri sál­fræði við Há­skóla Íslands á að skoða möguleg úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu.

Hug­mynd­in að verk­efn­inu kviknaði þegar Guðlaug fór með föður sín­um, Svein­birni Gizur­ar­syni lyfja­fræðipró­fess­or, til Mala­ví. Guðlaug var meðal annars að hjálpa föður sínum við verk­efni þar sem hann var að skoða aðgengi að mikilvægum lyfjum fyrir börn yngri en 5 ára og t.d. meðferðar­heldni ólæsra berklasjúklinga. Þar hitti Guðlaug banda­rísk­an sér­fræðing í malaríu, Dr. Terry Taylor, sem benti henni á ný­leg­ar rann­sókn­ir sem hafa sýnt að börn sem fá „cerebral“ malaríu  eða heila­himnu­bólgu af völd­um malaríu sýna veru­leg­ar hegðun­ar­breyt­ing­ar eft­ir sýk­ing­una, sem lýs­ir sér helst sem ADHD ein­kenni.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi með föður sínum Sveinbirni Gizurarsyni lyfjafræðiprófessor …
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi með föður sínum Sveinbirni Gizurarsyni lyfjafræðiprófessor í Malaví í fyrrasumar. Ljósmynd/Aðsend

Telja illa anda sökudólgana

Al­menn­ing­ur kenn­ir oft­ast for­eldr­um, einkum mæðrum um þessa hegðun og saka þær um slakt upp­eldi. Aðrir halda því fram að börnin séu hald­in „ill­um öndum“ og loka þau inni eða láta sær­ing­ar­menn meðhöndla þau í sam­ræmi við það.

„Ég hitti fullt af fólki í heil­brigðisþjón­ust­unni og spurði mikið út í sál­fræðiþjón­ustu og sál­fræðimeðferðir barna. Ég komst að því að það er lít­il sem eng­in þjón­usta fyr­ir börn,“ seg­ir Guðlaug. Þekk­ing á ADHD er lít­il sem eng­in í land­inu og til að mynda benti barna­lækn­ir henni á að eini ein­stak­ling­ur­inn sem hann vissi til að væri með ADHD hefði verið lokaður inni á geðdeild. Ein geðdeild er starf­rækt í land­inu, að sögn Guðlaug­ar en í Malaví búa tæp­lega 20 millj­ón­ir manna.

Hefur mikinn áhuga á ADHD

Þegar banda­ríski sér­fræðing­ur­inn ræddi við Guðlaugu um ADHD hjá þess­um hópi var áhug­inn vak­inn. Guðlaug hef­ur mik­inn áhuga á ADHD og hef­ur meðal annars unnið í sérstökum flokkum sem sum­ar­búðir KFUM og KFUK hafa haldið fyr­ir börn með ADHD í Vatna­skógi Vindás­hlíð og á Hólavatni.

Í sum­ar, nán­ar til­tekið 26. júní, legg­ur hún af stað með kær­asta sín­um Birki Ásgeirs­syni sem er grafískur hönnuður og myndbandagerðamaður og verja þau rúmum tveim­ur vik­um í gagna­öfl­un í Mala­ví. Sam­hliða þessu ætla þau að búa til stutta heim­ild­ar­mynd um verk­efnið.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi aflar gagna fyrir lokaverkefni sitt í …
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi aflar gagna fyrir lokaverkefni sitt í Malaví. Ljósmynd/Aðsend

Mark­mið verk­efn­is­ins er tvíþætt. Ann­ars veg­ar að skoða upp­eldisaðferðir for­eldra í Mala­ví sér­stak­lega hjá börn­um sem sýna óæski­lega hegðun. Hins veg­ar að ræða við for­eldra barna sem hafa fengið heila­himnu­bólgu af völd­um malaríu og at­huga hvort þau sjái þess­ar hegðun­ar­breyt­ing­ar og hvort þau sjái breyt­ing­ar á börn­un­um fyr­ir og eft­ir veik­ind­in.

Ferðalagið hefst í höfuðborg­inni Lílong­ve þar sem Guðlaug hitt­ir for­eldra barna sem hafa greinst með heila­himnu­bólgu. Eft­ir það halda þau til Blan­tyre sem er höfuðborg viðskipta í land­inu. „Þetta verður bara spenn­andi,“ seg­ir hún og viður­kenn­ir að dag­skrá­in verði nokkuð þétt.

Mik­il þörf þar á aðstoð í Mala­ví

„Ég er al­veg heilluð af Mala­ví og mig lang­ar að gera eitt­hvað þar í framtíðinni. Það er mik­il þörf þar á aðstoð,“ seg­ir hún og nefn­ir upp­eldi barna sem dæmi. „For­eldr­ar átta sig ekki al­veg á því að þeir gera oft eitt­hvað sem eyk­ur á óæski­lega hegðun og eru stundum að skamma börn með líkamlegum refsingum fyr­ir eitthvað sem venju­leg börn gera og ættu ekki að fá skammir fyrir,“ seg­ir hún.

Mik­ill mun­ur er á upp­eldi barna á Íslandi og í Mala­ví þó vissu­lega sé það ávallt breyti­legt milli fólks. Hún nefn­ir sem dæmi að mala­vísk­ir for­eldr­ar geti sýnt ýkt viðbrögð við óæski­legri hegðun eins og að beita of­beldi, nota lík­am­leg­ar refs­ing­ar, loki börn inni og hafni þeim þegar hægt hefði verið að bregðast við á mun mild­ari hátt.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi heillaðist af Malaví.
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi heillaðist af Malaví. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug viður­kenn­ir að dvöl­in hafi breytt henni og að hún hafi fengið aðra sýn á heim­inn. „Það var ótrú­legt að sjá hvað all­ir voru glaðir og bros­andi. Fólk sem átti varla neitt var samt svo ánægt,“ seg­ir hún og bros­ir og bæt­ir við „ég er kom­in með Afr­íku­bakt­erí­una.“

Guðlaug stefn­ir að því að skila loka­verk­efni sínu sem bygg­ir á þess­um gögn­um næsta vor. Leiðbein­andi Guðlaug­ar er Urður Njarðvík dós­ent á Heil­brigðis­vís­inda­sviði.

Hér er hægt að fylgj­ast með verk­efni þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert