Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku.
„Þetta heillaði mig rosalega en tónlistin tók yfir. Ég átti mér alltaf þennan draum en þorði ekki að segja frá því,“ segir Björn sem loksins lét verða af því að læra leiklist.
Hann hafði þá skömmu áður tekið þá ákvörðun að hætta að drekka og hóf leiklistarnám í dönskum leiklistarskóla, án þess að kunna orð í dönsku.
Björn er í einlægu viðtali í Sunnudagsblaði helgarinnar þar sem hann segir frá glímunni við alkóhólisma, föðurmissi, leiklistinni, rokkárunum og leiðinni til betra lífs. „Ég var alltaf að ögra sjálfum mér. Rokkhrokinn í mér var settur í aftursætið.“