Guðjón hafnaði bótatilboði

Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.
Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.

Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda.

Fréttablaðið greinir frá þessu en heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar.

Líkt og fram kom í Silfrinu fyrr í mánuðinum fór Guðjón fram á að fá einn milljarð króna í bætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert