Háspennulagnir flækja viðgerðina

Búast má við að lagfæring bryggjunnar við Kleppsbakka taki um tvo mánuði að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Eitt af því sem flækir framkvæmdina eru háspennulagnir við skemmdirnar. Panta þarf sérstakar stálplötur til landsins og viðgerðir geta ekki hafist fyrr en þær koma.

Atvikið er nú til rannsóknar hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Í myndskeiðinu má sjá hvernig bryggjan lítur út eftir að danska flutningaskipið Naja Arctica klessti á bryggjuna í gærdag. Ljóst er að viðgerðirnar munu kosta tugi milljóna og að ýmsar tilfæringar þarf í hafnarstarfseminni vegna skemmdanna þar sem bryggjan er ónothæf þar til viðgerðum lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert