Kjararáð braut líklega lög

Haukur Arnþórsson.
Haukur Arnþórsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn um afturvirka launahækkun til handa forstjórum ríkisstofnana 21. desember 2011,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um svar fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins sem sagt var frá hér í blaðinu 25. maí.

Í svarinu kom fram að engin fylgiskjöl væru til með fundargerð kjararáðs 21. desember 2011. Þeir einstaklingar sem fjallað var um á sama fundi kjararáðs fengu heldur ekki bréf um niðurstöðu ráðsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta virðist afleit stjórnsýsla og það lítur illa út fyrir stjórnvöld ef kjararáð hefur brotið fleiri en eina lagareglu. Þá á ég við skráningarskyldu, birtingarskyldu og leiðbeiningarreglu,“ segir Haukur sem bendir á að um kjararáð gildi auk stjórnsýslulaga sérlög og samkvæmt hvorum tveggja þessum lögum sé reiknað með að aðilum sé tilkynnt um ákvörðun ráðsins eða hún birt með öðrum fullnægjandi hætti. Haukur segir að ef nefnd rökstyðji ekki niðurstöðu sína við birtingu beri henni að gera þeim aðilum sem málið varðar grein fyrir því að þeir eigi rétt á rökstuðningi og þeir hafi ákveðnar kæruheimildir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert