Óvissa um æðarvarp í ár

Æðarvarp er seinna á ferðinni í ár.
Æðarvarp er seinna á ferðinni í ár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við höfum ekki séð svipað ástand síðan á hafísárunum 1968. Einungis 15% af stofninum eru komin á varpstöðvarnar og virðist æðarstofninn hruninn á Norðausturlandi,“ segir Atli Vigfússon, bóndi í Laxamýri í Norðurþingi sem vonast til þess að ástæðan sé að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni.

Atli segir að í stað 1.000 fugla séu 150 fuglar komnir. Yann Kolbeinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands segist hafa heyrt að æðarfuglinn sé sums staðar seinna á ferð en vanalega. En Náttúrustofan hafi ekki tekið það sérstaklega til skoðunar. Hann telji ólíklegt að æðarfuglinum fækki um 85% í einu.

Tveir möguleikar geti verið í stöðunni: Raunfækkun vegna þess að fuglinn sé í það slæmu ástandi að hann hafi ekki þrek til að verpa eða að fuglinn sé í slæmu ástandi og enn að byggja sig upp. Yann vonast til þess að síðari möguleikinn sé niðurstaðan og fuglarnir haldi sig úti á sjó á grunnsævi þar til þeir séu tilbúnir. Næstu tvær vikur skeri hins vegar úr um það, að því er fram kemur í umfjöllun um æðarvarpið í ár í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert