Reiknað með viðræðum í sumar

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/​Hari

Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu í húsnæði Ríkissáttasemjara, bæði í kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar og í deilum sem ekki eru komnar á það stig.

Þannig hafa samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga fundað með sínum viðsemjendum og Samtök atvinnulífsins með félögum flugumferðarstjóra, flugmanna, flugfreyja og mjólkurfræðinga.

„Við höfum átt í góðu samtali við alla okkar viðsemjendur á síðustu dögum og vikum og því miðar vel áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Stærstu hóparnir eru innan samflots BHM, BSRB, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Félags íslenskra framhaldsskólakennara en Sverrir segir að einnig hafi verið rætt við félög sem eru utan þessara bandalaga, svo sem samtök lækna.

„Okkur miðar hægt en miðar samt áfram,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir að þeir samningar sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði henti félagsmönnum BHM illa. Þeir þjappi saman launatöflum og séu illsamrýmanlegir þeim markmiðum BHM að meta menntun til launa. Því hafi hugmyndum samninganefndar ríkisins um launalið væntanlegra samninga á þeim grunni verið hafnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert