Samningar nást um Herjólf

Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur samþykkt tilboð Vegagerðarinnar um lokauppgjör …
Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur samþykkt tilboð Vegagerðarinnar um lokauppgjör vegna smíði Herjólfs og styttist því í að ferjan verði afhent.

Skipa­smíðastöðin Crist S.A. hef­ur samþykkt til­boð Vega­gerðar­inn­ar um lo­ka­upp­gjör vegna smíði Herjólfs og stytt­ist því í að ferj­an verði af­hent. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Til­boðið hef­ur verið samþykkt en samn­ing­ar hafa ekki verið und­ir­ritaðir. Þess má þó vænta  að það verði gert fljót­lega. Til­boðið var sent skipa­smíðastöðinni í morg­un. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvenær Herjólf­ur verður af­hent­ur en G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að verið sé að horfa til upp­hafs næstu viku í því sam­hengi. Sigl­ing­in til Íslands tek­ur svo ein­hverja daga og áður en áætlana­sigl­ing­ar hefjast munu ákveðnar próf­an­ir fara fram. 

Deil­ur hafa staðið um greiðslur vegna smíðinn­ar og hef­ur skipa­smíðastöðin viljað hærri greiðslur vegna auk­inna verk­efna sem þeir telja hafa komið upp í ferl­inu. Samn­ingaviðræður hafa staðið yfir síðan í fe­brú­ar þegar ljóst var að stöðin krefðist viðbót­ar­greiðslu upp á  8,9 millj­ón­ir evra. Sú krafa var að mati Vega­gerðar­inn­ar ekki í sam­ræmi við efni samn­ings um smíði skips­ins. Í nú­ver­andi sátta­gerð hef­ur Vega­gerðin fall­ist á að greiða stöðinni viðbót við smíðaverð upp á 1,5 millj­ón­ir evra auk þess að falla frá kröfu um tafa­bæt­ur að and­virði 2 millj­óna evra.

„Það er álit Vega­gerðar­inn­ar að með þessu sé fram kom­in lausn sem báðir aðilar geta við unað um leið og forðað verði  frek­ara tjóni vegna tafa á af­hend­ingu skips­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir jafn­framt að Vega­gerðin fagni því að þessi óvenju­lega deila sé leyst og að það stytt­ist í að nýr Herjólf­ur komi til lands­ins.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka