50 ár frá skylduaðild að lífeyrissjóðum

Skylduaðild að lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði var samþykkt með kjarasamningum …
Skylduaðild að lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði var samþykkt með kjarasamningum fyrir 50 árum. 100 ár eru síðan fyrstu lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í ár eru fimmtíu ár liðin frá því að skylduaðild að lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði var ákveðin í kjarasamningum og af því tækifæri halda Landssamtök lífeyrissjóða afmælisfagnað í Norðurljósasal Hörpu kl 16:30 í dag. Verður dagskránni auk þess streymt hér á vef mbl.is.

Það var 19. maí 1969 sem skylduaðild að lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði var samþykkt í kjarasamningi. Þá vill svo til að í ár eru 100 ár liðin frá því fyrstu lífeyrissjóðirnir voru settir á laggir á Íslandi og þess verður að sjálfsögðu minnst líka.

Dagskráin hefst með ávarpi Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, flytur ávarp og að því loknu verður sýnd heimildamyndin Lífeyrissjóðaöldin 1919-2019 þar sem stiklað er á stóru í lífeyrissjóðasögunni á 35 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert