Hvalhræ liggur nú í fjörunni við norðurströnd Seltjarnarness, en vegfarandi sem átti leið hjá tók meðfylgjandi myndir af hræinu, sem liggur norðan við Eiðsgranda til móts við Rekagranda.
Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun hefur hvalrekinn verið tilkynntur til stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir af hvaða tegund hræið er.
Lögreglu hefur sömuleiðis verið gert viðvart, auk Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Seltjarnarness.